Bestu mörkin

Besta upphitunin: „Auðvitað hefur maður líka metnað að vera aðalþjálfari“
Edda Garðarsdóttir, aðstoðarþjálfari Þróttar, og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir, aðstoðarþjálfari Keflavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 10. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.

„Ég veit við erum búnar að tala um þetta milljón sinnum“
Fyrir mót var Stjörnunni spáð Íslandsmeistaratitlinum í Bestu deild kvenna í fótbolta af Vísi. Eftir tap gegn botnliði Selfoss er Stjarnan nær fallbaráttunni heldur en toppbaráttunni. Farið var yfir leik Stjörnunnar í síðasta þætti Bestu markanna.

„Ætluðu að pressa allt þetta mót og eru í formi til þess“
Nýliðar FH halda áfram blússandi siglingu í Bestu deild kvenna í fótbolta eftir að hafa víðast hvar verið spáð falli úr deildinni áður en leiktíðin hófst. Liðið fékk verðskuldað hrós í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Stórir viðburðir frá síðasta sigri: „Risahrós á Selfoss“
Það er óhætt að segja að margt hafi gerst á milli sigranna tveggja sem Selfoss hefur unnið í Bestu deild kvenna í fótbolta í sumar, eins og bent var á í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Besta upphitunin: „Nóg af leikjum eftir og það geta allir tekið stig af öllum“
Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu.

„Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna“
„Breiðablik hefur oft fundið einhvern neista og viljað spila svona leiki. Þegar maður horfði á liðið í dag var svolítið eins og þær séu að koðna. Hvað sem veldur því. Þær voru ósáttar með að vera ekki spáð topp sæti. Sýndu það þá, þú ert á heimavelli. Við hvað ertu hræddur?“ segir Helena Ólafssdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna.

Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega
Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum.

Dolfallnar yfir Katie Cousins: „Einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur komið hingað“
„Ég segi að hún sé skemmtilegasti leikmaður sem við höfum fengið hér. Njótið bara myndanna,“ sagði Helena Ólafsdóttir um Katie Cousins, leikmann Þróttar í Bestu-deild kvenna, í síðasta þætti af Bestu mörkunum.

Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög
Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi.

Helena efndi til keppni: „Þú sérð aldrei neitt út úr neinu“
Það var mikið hlegið í nýjum lið í lok síðasta þáttar af Bestu mörkunum þegar Helena Ólafsdóttir efndi til keppni á milli þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur.

„Hvar eru Garðbæingar?“
Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld.

„Ekki eitthvað sem allir foreldrar myndu leyfa“
Sædís Rún Heiðarsdóttir úr Stjörnunni og Hafrún Rakel Halldórsdóttir úr Breiðabliki settust niður með Helenu Ólafsdóttur til að hita upp fyrir 7. umferð Bestu deildarinnar í fótbolta. Helena nýtti tækifærið til að kynnast þeim betur og komst að því hversu ung Sædís var þegar hún neyddist til að flytja í Garðabæ til að geta spilað fótbolta.

Besta upphitunin: „Var farin að vera smá stressuð hvað ég ætti að gera um sumarið“
Þróttur og Valur mætast annað kvöld í annað sinn á fimm dögum. Af því tilefni fékk Helena Ólafsdóttir tvo af efnilegustu leikmönnum landsins til sín í Bestu upphitunina.

Margrét Lára vill sjá meiri græðgi hjá framherjum Bestu deildarinnar
Bestu mörkin fóru yfir markaskorara liðanna tíu í fyrstu fimm umferðum Bestu deildar kvenna og tvær af mestu markadrottningum íslenskrar knattspyrnusögu voru ekki alltof ánægðar með uppskeruna hjá þeim markahæstu til þessa í sumar.

Besta upphitunin: „Þetta var djöfulsins puð“
Sandra Sigurðardóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður, var gestur Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 5. umferð Bestu deildar kvenna.

Vör Söndru rifnaði við höggið: „Eins rautt spjald og það verður“
Sauma þurfti nokkur spor í vör Söndru Maríu Jessen eftir höggið sem hún fékk frá Holly O‘Neill í leik Þórs/KA við ÍBV í Vestmannaeyjum á sunnudag, í Bestu deildinni í fótbolta. Málið var skoðað í Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í gærkvöld.

Besta upphitunin: Gunnhildur Yrsa í tveimur vinnum auk fótboltans
Þriðja umferð Bestu deildar kvenna hefst í kvöld. Til að hita upp fyrir hana fékk Helena Ólafsdóttir til sín góða gesti, Stjörnukonuna Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur og Þróttarann Sæunni Björnsdóttur.

„Segir ekki bara að hann sé að gefa tækifæri heldur einnig til um gæði leikmannsins“
„Það sem við gagnrýndum Pétur mikið fyrir í fyrra var að gefa ekki þessum ungu leikmönnum nægilega mörg tækifæri,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir í síðasta þætti Bestu markanna um Íslandsmeistaralið Vals og þjálfara þess Pétur Pétursson.

„Hvernig í ósköpunum lét Valur hana fara frá sér?“
Katla Tryggvadóttir var valin besti leikmaður 1. umferðar Bestu deildar kvenna af Bestu mörkunum. Hún var að sjálfsögðu til umræðu í þættinum og sérfræðingar hans veltu fyrir sér hvernig Valur gat ekki notað hana.

Besta upphitunin: „Á Hlíðarenda er stefnan að vinna það sem er í boði“
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Íslands- og bikarmeistara Vals, kippir sér ekki mikið upp við spárnar fyrir Bestu deild kvenna í knattspyrnu. Spámenn og spákonur landsins telja að Valur nái ekki að verja titilinn.

Margrét skorar á Eyjamenn: „Þær munu bara sitja eftir“
Margrét Lára Viðarsdóttir flutta eldræðu um aðstöðuna sem knattspyrnulið ÍBV hafa yfir vetrartímann, í lokaþætti Bestu markanna á Stöð 2 Sport, og Mist Rúnarsdóttir sagðist vonast til þess að bæjarstjórnin í Vestmannaeyjum fengi ræðuna senda.

Besta liðið og markasyrpan: „Lúxushöfuðverkur hve margar gera tilkall“
Lið ársins, besti leikmaður og þjálfari voru valin í veglegum uppgjörsþætti Bestu markanna eftir að leiktíðinni lauk um helgina í Bestu deild kvenna í fótbolta. Myndband til heiðurs meisturum Vals og markasyrpa sumarsins voru einnig sýnd í þættinum.

Sú besta var á leið úr landi og átti bara eftir að skrifa nafnið sitt
Besti leikmaðurinn og efnilegasti leikmaður Bestu deildar kvenna í fótbolta í sumar mættu sem gestir í uppgjörsþátt Bestu markanna eftir lokaumferðina á laugardag.

Sjáðu fimm bestu mörk sumarsins
Bestu mörkin völdu fimm bestu mörk tímabilsins í Bestu deild kvenna í lokaþætti sumarsins sem var eftir lokaumferð deildarinnar á laugardag.

Fór á námskeið til að læra að tala við stelpur
Ánægja er með störf Kristjáns Guðmundssonar hjá Stjörnunni. Hann leitaði sér aðstoðar við samskipti við leikmenn.

„Ég held að þær eigi alveg fullt af skóm“
Baráttan um gullskóinn í Bestu deild kvenna mun ráðast í lokaumferð deildarinnar á laugardaginn kemur. Baráttan var til umræðu í Bestu mörkunum.

„Veit ekki hvort þau hafi algjörlega vanmetið þessa stöðu“
Innan við ári eftir að hafa spilað við sum af bestu liðum Evrópu í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu er útlit fyrir að Blikakonur missi af Evrópusæti í Bestu deildinni í ár.

Vill spila með FH þó að kærastinn sé hjá foreldrum hennar í Eyjum
Helena Ólafsdóttir fékk að vanda góða gesti til að spá í spilin í upphitunarþætti Bestu markanna fyrir næstsíðustu umferðina í Bestu deild kvenna í fótbolta, sem leikin er um helgina.

Gyða tók vítið sem Jasmín fiskaði: „Ég hefði alltaf heimtað að fá að taka þetta“
Aðeins einu marki munar á þeim Gyðu Kristínu Gunnarsdóttur og Jasmín Erlu Ingadóttur í baráttunni um gullskóinn í Bestu deild kvenna. Þær eru liðsfélagar í Stjörnunni og baráttan hertist eftir leik liðsins á mánudag.

„Ósköp fátt sem stoppar hana“
Landsliðskonan Agla María Albertsdóttir stal senunni í leik Breiðabliks og Aftureldingar í Bestu deildinni og skoraði tvö markanna í 3-0 sigri Blika. Hún gladdi augu sérfræðinganna í Bestu mörkunum.