Hvalveiðar

Fréttamynd

Svan­dís í hvalnum

Skýrsla MAST um hvalveiðar segir berum orðum að veiðarnar samræmast ekki markmiðum um dýravelferð, enda þarf að skutla fjórðung dýra oftar en einu sinni og fjórðung þeirra þrisvar eða fjórum sinnum!

Skoðun
Fréttamynd

Ekki laga­stoð til að stöðva hval­veiðar í sumar

Matvælaráðherra ítrekaði að hann teldi hendur sínar bundnar í að stöðva veiðar á langreyðum í sumar á fundi þingnefndar í morgun. Engin lagastoð væri fyrir því að afturkalla gildandi veiðileyfi. Enginn ákvörðun hafi verið tekin um veiðar á næsta ári en við blasi að endurskoða þurfi lög um hvalveiðar almennt.

Innlent
Fréttamynd

Ó­vinur þjóðarinnar númer eitt er á leiðinni

Paul Watson hjá samtökunum Sea Shepherd er á leið til landsins. Hann hefur löngum talist einn helsti óvinur þjóðarinnar, einn sá sem þjóðinni er helst í nöp við, en það kann að hafa breyst eftir að út spurðist um ómannúðlegar veiðar á hvölum.

Innlent
Fréttamynd

Fara með hval­veiði­leyfi til EFTA

Náttúruverndarsamtök Íslands hafa vísað veitingu hvalveiðileyfis til Hvals hf. til eftirlitsstofnunar EFTA. Lögfræðingur samtakanna segist telja að leyfið stangist á við Evrópureglur og vonar að stofnunin bregðist hratt við.

Innlent
Fréttamynd

Að skjóta sig í stóru tána

Daginn eftir að forsprakki Sea Shepherd samtakanna hafði ásamt félaga sínum sökkt tveimur hvalveiðibátum í Reykjavíkurhöfn í nóvember 1986 spurði blaðamaður DV hann hvaða rétt hann hefði til að sökkva skipum þjóða sem hann teldi vera að brjóta lög.

Skoðun
Fréttamynd

Rökin með hval­veiðum

Þegar umræða um hvalveiðar ber á góma þá eru rökin með því að halda skuli áfram veiðum helst þessi: Þetta er menningararfur Íslendinga, það er efnahagslega mikilvægt fyrir Ísland, hvalir borða fiskinn okkar, hvalir þjást, en það gera líka önnur dýr sem við drepum.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsanavillan við hvalveiðar

Það hefur verið forvitnilegt að fylgjast með viðbrögðum ráðherra við skýrslu MAST um hvalveiðar. Skýrslan segir okkur með skýrum hætti að veiðarnar uppfylla ekki þær kröfur sem nútíminn setur á svona veiðar.

Skoðun
Fréttamynd

Að drepa bandamenn sína

Hvalveiðar hafa verið harðlega gagnrýndar vegna ómannúðlegra veiða og áhrifa á ímynd landsins og ferðaþjónustu á sama tíma og bent hefur verið á að þær hafa enga þjóðhagslega þýðingu. Nýlega hafa komið fram rannsóknir sem benda til jákvæðra áhrifa hvala á andrúmsloftið, sem geta gjörbreytt hugmyndum okkar um áhrif hvalveiða bæði á náttúru og efnahag.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar menn selja sálu sína

Ég hef haft þá tilfinningu, að formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgeinasambandsins, Vilhjálmur Birgisson, sé góður maður og gegn, vænn og velviljaður gagnvart „Guði og mönnum“ - dýr, umhverfi, náttúra og lífríki jarðar meðtalin -, ekki maður peningahyggju og græðgi, hvorki fyrir hönd sjálfs sín né annarra.

Skoðun
Fréttamynd

„Ansi dýrt áhugamál hjá einum karli“

Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir einsýnt að stöðva þurfi hvalveiðar Íslendinga hið snarasta, ekki eingöngu vegna þess að fjárhagslegt tap er af þeim heldur einnig vegna gríðarlegra jákvæðra áhrifa hvala á loftslagið.

Innlent
Fréttamynd

Brotið á dýri sem háði tveggja tíma dauðastríð

Á eftirlitsmyndbandi Matvælastofnunar sést tveggja klukkustunda langt dauðastríð langreyðar sem hæfa þurfti fjórum sinnum með skutlum. Formaður Dýralæknafélags Íslands telur ljóst að lög um dýravelferð hafi verið brotin og vandséð að hægt verði að komast hjá því við veiðarnar.

Innlent
Fréttamynd

„Enginn að leika sér að veiða þessi dýr svo að þau þjáist“

For­maður Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness segir það gríðar­legt hags­muna­mál að Hvalur hf. fái að halda á­fram hval­veiðum sínum næstu árin. Að meðal­tali hafi 90 starfs­menn Hvals verið fé­lags­menn í verka­lýðs­fé­laginu á síðustu ver­tíð. Hann spyr sig hvaða veiðar skuli næst banna á grund­velli dýra­verndunar­sjónar­miða.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reykt í bíl með börnin aftur í og hval­kjöt í skottinu

Skýrsla Matvælastofnunar um hvalveiðar við Íslandsstrendur rennir stoðum undir það sem við flest þegar vissum að hvaladráp á ekki rétt á sér í nútímanum. Raunar eru hvalveiðar ámóta framsýnar og að ætla sér að reisa kolanámu til orkuvinnslu árið 2023.

Skoðun
Fréttamynd

Þorgerður Katrín studdi hvalveiðar á sínum tíma

Einar K. Guðfinnsson, þá sjávarútvegsráðherra, flutti þingsályktun á löggjafarþingi 2008-2009 þar sem mælt var fyrir um að veiðum á hrefnu og langreiði yrði haldið áfram. Meðal flutningsmanna var Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar. Hún segir tímana aðra nú en þá og annað hvort væri nú ef maður liti ekki til nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Aftur­köllun leyfis gæti þýtt bætur til Hvals

Ákvæði stjórnsýslulaga, um tjón leyfishafa, meðalhófsreglu og fleira, eru ástæða þess að Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra, afturkallar ekki hvalveiðileyfi Hvals hf. Ákvörðunin hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að í leyfinu segir að ráðherra hafi rétt til afturköllunar.

Innlent
Fréttamynd

Óverjandi að stöðva veiðarnar ekki strax

Það er bæði ósiðlegt og óverjandi að stöðva ekki hvalveiðar strax í ljósi skýrslu Matvælastofnunar um hvalveiðar, segir formaður Viðreisnar. Hún telur augljóst að ráðherra hafi heimild til þess að afturkalla veiðileyfi á grundvelli nýrra upplýsinga.

Innlent
Fréttamynd

Þegar murka má líf­tóruna úr dýrum

Í gær var birt hrikaleg ný skýrsla MAST um veiðar stórhvela, langreyða, við Íslandsstrendur, og virðast margir telja, að þar séu ný tíðindi á ferð, um þann skrælingshátt og það hrikalega dýraníð, sem þessar veiðar eru.

Skoðun
Fréttamynd

Gætu dregið ríkið fyrir dóm vegna að­gerða­leysis

Náttúruverndarsamtök skoða nú hvort þau geti dregið íslenska ríkið fyrir dómstóla fyrir aðgerðaleysi í hvalveiði- og loftslagsmálum. Lögmaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir undiröldu gegn hvalveiðum allt öðruvísi nú en undanfarin ár.

Innlent