Evrópudeild UEFA

Arteta segir að sínir menn verði að hætta að gefa mörk
Mikel Arteta segir að lið sitt sé ekki öruggt áfram í 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir frábæran 3-1 sigur á útivelli gegn Olympiacos í kvöld.

Kane sá um Dinamo Zagreb | Björn Bergmann byrjaði í tapi
Harry Kane sá um Dinamo Zagreb er liðin mættust í Lundúnum í fyrri leik 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld, lokatölur 2-0. Þá tapaði Molde 2-0 fyrir Granada og Roma vann 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk.

Frábær endasprettur hjá Arsenal í Grikklandi
Arsenal vann góðan 3-1 sigur í Grikklandi er liðið mætti Olympiacos í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Jafntefli sanngjörn niðurstöðu en Ole reiknar með að geta stillt upp sterkara liði eftir viku
Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, segir 1-1 jafntefli liðsins við AC Milan í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld hafa verið sanngjarna niðurstöðu. Hann vonast eftir að Marcus Rashford og Edinson Cavani verði leikfærir er liðin mætast aftur eftir viku.

Simon Kjær bjargvættur AC Milan á Old Trafford
Manchester United og AC Milan gerðu 1-1 jafntefli í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Varamaðurinn Amad Diallo kom Man Utd yfir en Simon Kjær jafnaði metin í uppbótartíma fyrir gestina frá Mílanó.

Zlatan missir af báðum leikjunum gegn Man. Utd.
Zlatan Ibrahimovic, framherji AC Milan, er meiddur og missir af báðum leikjunum gegn Manchester United í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Vandaði Granada ekki kveðjurnar
Napoli datt úr leik í Evrópudeildinni í gær. Liðið tapaði fyrir spænska liðinu Granada og það fór ekki vel í harðjaxlinn Gennaro Gattuso.

„Manchester United er með besta liðið í Evrópudeildinni“
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segir kúltúrinn hjá félaginu vera að batna og menn séu tilbúnir að vaða eld og brennistein fyrir hvorn annan. Paul Scholes segir United einnig líklegasta liðið til þess að vinna Evrópudeildina.

Man. Utd gegn AC Milan og Björn mætir Spánverjum
Það verður stórveldaslagur í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta þegar Manchester United og AC Milan, liðin í næstefstu sætunum á Englandi og Ítalíu, mætast.

Nýi methafinn hjá Manchester United vill að nafnið hans sé borið rétt fram
Shola Shoretire setti nýtt félagsmet hjá Manchester United í gærkvöldi þegar enska úrvalsdeildarliðið tryggði sér sæti í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Einvígi Rangers og Royal Antwerp í Evrópudeildinni setti met
Rangers vann 5-2 sigur á Royal Antwerp í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Um er að ræða met í fjölda marka í einvígi í útsláttarkeppni Evrópudeildarinnar en fyrri leik liðanna lauk 4-3 Rangers í vil.

Leicester City óvænt úr leik og AC Milan skreið áfram
Öllum leikjum 32-liða úrslita Evrópudeildarinnar er nú lokið. Leicester City féll óvænt úr leik eftir 0-2 tap á heimavelli gegn Slavia Prag og þá fór AC Milan áfram þökk sé útivallarmörkum gegn Rauðu Stjörnunni.

Lindelöf rændi Tuanzebe marki í markalausu jafntefli Man United og Real Sociedad
Manchester United er komið áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar eftir markalaust jafntefli gegn Real Sociedad á Old Trafford í kvöld. Man Utd vann fyrri leik liðanna 4-0 og fer því þægilega áfram.

Björn Bergmann í byrjunarliðinu er Molde komst áfram
Landsliðsframherjinn Björn Bergmann Sigurðarson var í byrjunarliði Molde er liðið vann 2-0 útisigur á Hoffenheim í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld og tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum keppninnar.

Aubameyang hetja Arsenal í endurkomusigri
Arsenal vann 3-2 sigur á Benfica er liðin mættust í Grikklandi í síðari leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Fyrri leik liðanna lauk með 1-1 jafntefli og Arsenal því komið áfram í 16-liða úrslit keppninnar.

Gummi Ben: Hef oft áhyggjur af geðheilsu þeirra sem styðja Arsenal
Guðmundur Benediktsson segist ekki vera viss á hvaða leið Arsenal sé, réttri eða rangri. Hann var gestur Sportsins í dag þar sem hann ræddi meðal annars um Skytturnar.

Sjáðu glæsimark Alli, markið hans Bale og tvennu Vincius
Tottenham vann öruggan 4-0 sigur á Wolfsberger í síðari leik liðanna í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Frábært mark Alli og Bale skoraði einnig í stórsigri
Það var aldrei spurning eftir fyrri leikinn á milli Tottenham og Wolfsberger í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar að Lundúnarliðið væri komið áfram. Þeir unnu síðari leik liðanna í kvöld 4-0.

Missti meðvitund í hálftíma eftir höfuðhögg á fótboltavellinum
Nígeríumaðurinn Victor Osimhen hefur ekki haft heppnina með sér að undanförnu. Hann meiddist á öxl, fékk kórónuveiruna og rotaðist síðan í leik.

Aðeins Messi og Lewandowski komið að fleiri mörkum en Bruno
Bruno Fernandes var enn og aftur á skotskónum í gærkvöldi er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Aðeins tveir leikmenn hafa komið að fleiri mörkum en hann undanfarna 13 mánuði.

„Ég vil bara halda áfram að þróa leik minn“
Bukayo Saka skoraði jöfnunarmark Arsenal í 1-1 jafntefli liðsins gegn Benfica í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann sagði í viðtali eftir leik að Arsenal hefði verið betri aðilinn og átt skilið að vinna.

Jafnt hjá Arsenal í Róm | Molde kom til baka gegn Hoffenheim
Arsenal náði 1-1 jafntefli í fyrri leik liðsins gegn Benfica í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde gerðu 3-3 jafntefli við Hoffenheim. Hér að neðan má sjá önnur úrslit kvöldsins.

„Markmiðið mitt er að vinna titla“
Bruno Fernandes skoraði tvívegis er Manchester United vann 4-0 sigur á Real Sociedad í fyrri leik liðanna í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Hann segir að sitt eina markmið með félaginu sé að vinna titla.

Þægilegt hjá Tottenham í Ungverjalandi | Úrslit kvöldsins
Segja má að Tottenham Hotspur hafi aðeins þurft 35 mínútur af þeim 180 sem í boði voru til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Liðið var 3-0 yfir á þeim tímapunkti og vann leik kvöldsins sannfærandi 4-1.

Man United í góðum málum eftir fyrri leikinn
Lærisveinar Ole Gunnar Solskjær í Manchester United eru í góðum málum eftir fyrri leik liðsins gegn Real Sociedad í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Unnu þeir leikinn 4-0 og eru því í kjörstöðu fyrir síðari leik liðanna sem fram fer á Old Trafford eftir viku.

Fá táningarnir tveir að spila fyrir Man. Utd í kvöld?
Ole Gunnar Solskjær hefur gefið í skyn að tveir táningar gætu þreytt frumraun sína fyrir Manchester United í dag þegar liðið mætir Adnan Januzaj og félögum í Real Sociedad, í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Dagskráin í dag: Man. United í Evrópudeildinni og átta aðrar beinar útsendingar
Níu beinar útsendingar eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports í dag. Manchester United mætir til leiks í Evrópudeildinni og svo margt, margt fleira.

Man. Utd mætir Real Sociedad á Ítalíu
Fyrri leikur enska liðsins Manchester United og spænska liðsins Real Sociedad, í 32 liða úrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta, mun fara fram í Tórínó á Ítalíu í næstu viku.

Arsenal getur ekki farið til Portúgals og mætir Benfica í Róm
Fyrri leikur Benfica og Arsenal í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar fer fram í Róm.

Rúnar ekki í Evrópudeildarhóp Arsenal
Landsliðsmarkvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson er ekki í Evrópudeildarhóp Arsenal sem liðið tilkynnti inn til UEFA í dag. Nokkrar breytingar voru gerðar á 25 manna listanum frá því fyrir áramót.