Félagsmál

Þú þarft víst barnabætur!
Þegar ég var að borða sand á rólóvöllum 9. áratugs seinustu aldar var ég eitt af heppnu börnunum sem fengu að fara á leikskóla. Mamma starfaði sem hjúkrunarfræðingur á Borgarspítalanum í Fossvogi sem rak þar yndislega leikskóla í því skyni að starfsfólk spítalans gæti unnið eðlilegan vinnudag.

Réttindum frestað er réttindum neitað!
Senn verða komin 3 ár frá því að notendastýrð persónuleg aðstoð (NPA) var innleidd með lögum sem réttur fatlaðs fólks á Íslandi. Lögin staðfesta að fatlað fólk skuli njóta sjálfstæðs lífs á eigin forsendum og fá nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra.

Niðurstöðurnar sláandi og mikilvægt að hækka lífeyri
Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, segir að niðurstöður nýrrar spurningakönnunar um stöðu fatlaðs fólks á Íslandi vera sláandi. Könnunin dragi það skýrt fram að fatlað fólk lifi ekki af örorkulífeyri frá TR, mikilvægt sé að hækka hann.

Börn fatlaðs fólk verða af næringaríkum mat og tómstundum
Tæplega átta af hverjum tíu í flokki fatlaðs fólks eiga erfitt eða frekar erfitt með að ná endum saman. Sex af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum útgjöldum. Þetta er meðal niðurstaðna spurningakönnunar Vörðu fyrir Öryrkjabandalag Íslands þar sem staða fatlaðs fólks á Íslandi var könnuð.

Það sem ekki er rætt
Frambjóðendur voru mættir í Silfri Egils í gær, sunnudag, til að heilla okkur kjósendur. Ég horfði á Ásmund Einar, ráðherra fatlaðs fólks sem að mestu gleymdi kjaramálum okkar á síðasta kjörtímabili, og aðra frambjóðendur, sleppa því algerlega að ræða málefni og stöðu fatlaðs fólks.

Áttu börn?
Hvers vegna vill Samfylkingin að fleiri fjölskyldur fái barnabætur? Hvers vegna vill Samfylkingin hafa kerfið almennara en ekki eingöngu hjálp við fátækustu fjölskyldurnar?

„Útilokað að bíða í mörg ár eftir nýrri geðdeildarbyggingu“
Nanna Briem forstöðumaður Geðþjónustu Landspítalans segir gríðarlega mikilvægt að geðsvið spítalans fái húsnæði á einum stað sem uppfylli nútíma kröfur og styðji við bata sjúklinga, Núverandi húsnæði sé algjörlega óviðunandi.

Hvenær má fjarlægja rampinn?
Nú hafa ný lög um fæðingarorlof tekið gildi þannig að báðir foreldrar fá 6 mánuði til að verja með barninu sínu. Lögunum átti að fylgja sú kvöð að orlofinu yrði að ljúka á fyrstu átján mánuðunum eftir fæðingu, en það var dregið til baka.

Heimilisuppbótin sem gufaði upp
Á síðasta ári leitaði til mín 67 ára langveikur eignalaus öryrki. Erindið var að fá aðstoð við að sækja um svokallaða heimilisuppbót, en það er greiðsla sem býðst öryrkjum sem búa einir á heimili.

Er byggingareglugerð bara upp á punt?
Á undanförnum árum hefur það nokkuð oft gerst, að fólk fái afhentar nýjar íbúðir sem eru ill- eða ónothæfar af ýmsum ástæðum. Lekavandamál hafa fengið mesta athygli í fjölmiðlum, eins og nýlegur Kveiks þáttur er gott dæmi um.

Þak yfir höfuðið
Öryrkjabandalag Íslands stendur nú fyrir herferðinni 24 góðar leiðir að betra samfélagi. Eitt af þessum 24 atriðum er að krefjast þess að fjölbreyttari húsnæðisúrræði séu í boði fyrir alla.

Stígum saman inn í framtíðina í þjónustu við börn með alvarlegan geð- og þroskavanda
Þegar ég vann við garðyrkjustörf sumarlangt á Kópavogshæli fyrir margt löngu heyrði ég gjarnan skerandi óp úr einu af húsunum á staðnum. Þar var unglingsdrengur vistaður og fór þeim sögum af honum að hann væri hættulegur og því hlekkjaður niður við rúmið allan sólarhringinn.

Stytting opnunartíma leikskóla komi verst niður á mæðrum
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir ákvörðun meirihluta skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur um styttingu opnunartíma leikskóla koma verst niður á mæðrum, fólki í vaktavinnu og fólki af erlendum uppruna.

Samfylkingin, barnabætur og meðal(h)jón
Það er fróðlegt að rýna í kosningaloforð og ennþá skemmtilegra að athuga hvort þau séu úthugsuð eða bara beita til að veiða atkvæði. Fjölskyldustefna Samfylkingarinnar var kynnt ásamt öðrum stefnumálum þeirra í gær og vakti sérstakan áhuga minn kaflinn um barnabætur.

Bylting öryrkjanna er hafin!: Annar hluti
Eins og kom fram í fyrr grein minni þá ætla Sósíalistar að leiða öryrkja sjálfa að samningaborðinu en það höfum við til dæmis gert með því að velja öryrkja í töluverðum mæli á alla framboðslista og til að leiða listann í Suðvesturkjördæmi. Við tökum nefnilega heilshugar undir slagorð ÖBÍ „Ekkert um okkur án okkar”.

Veldu þína rödd!
Þátttaka okkar allra í kosningunum til Alþingis sem fram fara þann 25. september er mjög mikilvæg.

Leikskólar borgarinnar verða opnir frá hálf átta til hálf fimm
Meirihluti skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur hefur samþykkt að opnunartími leikskóla borgarinnar verði frá 7:30 til 16:30, frá og með 1. nóvember næstkomandi.

Íslandssagan er full af bulli
Ef við lesum skráða sögu okkar kemur í ljós að hún er saga hraustra karla og hetja. Hún er ekki saga fólks sem bjó við vanheilsu eða fötlun og hún er ekki saga kvenna og barna.

Bylting öryrkjanna er hafin!
Það þarf varla að tiltaka aðkomu Sósíalista að stofnun velferðarkerfisins á sínum tíma en það átti að verða það besta í heimi þannig að þjóðin gæti með stolti sýnt fram á að hún tryggði velferð þeirra veikustu.

Fátækleg hugmyndafræði
Fátækt er afleiðing ákvarðana sem stjórnvöld taka hverju sinni. Ákvarðana sem viðhalda kerfislægri fátækt.

Áskilja sér rétt til að endurskoða áform sín eða krefjast bóta
Forsvarsmenn fasteignafélagsins Reita áskilja sér rétt til að endurskoða uppbyggingaráform á svokölluðum Orkureit ef Reykjavíkurborg heldur fast í þau áform að reisa fimm smáhýsi fyrir skjólstæðinga velferðarsviðs í Laugardalnum.

Staðurinn þar sem menn missa vitið
Það er opinber stofnun á Íslandi sem hefur það hlutverk að sinna og viðhalda öryggisneti sem er ætlað að grípa okkur ef við fæðumst með eða myndum með okkur langvarandi eða varanlegt sjúkdómsástand. Þessi stofnun ratar í fréttirnar öðru hverju en ég hef allavega aldrei séð fréttaflutning af því að hún sé að standa sig með sóma. Tryggingastofnun ríkisins er núna aftur í fréttum.

Líf fatlaðs fólks í bólusettu landi
Nú þegar þegar kórónaveirufaraldurinn hefur staðið yfir hátt á annað ár er orðið ljóst að veiran er ekkert á förum.

Bull borgaryfirvalda
Velferðaryfirvöld sendu frá sér yfirlýsingu um daginn þar sem þau fullyrtu að borgin stæði sig óaðfinnanlega í þjónustu sinni við fatlað fólk á sama tíma og hún tapaði máli í héraðsdómi vegna rolugangs við þjónustu fatlaðra!

Allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg
Aðstoðarframkvæmdastjóri Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að allir félagslegir leigusalar geti fengið sömu fjármögnun og Bjarg leigufélag, sem í gær ákvað að lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum. Eina skilyrði fjármögnunar er að leigutakar njóti góðra kjara.

Leigjendur fá stórfellda lækkun hjá Bjargi: Setur þrýsting á önnur leigufélög
Íbúðafélagið Bjarg hyggst lækka leigu hjá öllum leigutökum sínum um tíu til fimmtán prósent. Framkvæmdastjóri félagsins segir það hægt vegna nýrra hagkvæmari lána. Félagsmálaráðherra telur þetta setja þrýsting á önnur félög að lækka leigu.

Betra fyrir barnafólk
Barnafólk með meðaltekjur hér á landi veit ekkert hvað ég er að tala um þegar ég nefni barnabætur sem búbót fyrir barnafólk. Þau hafa aldrei fengið útborgun frá ríkinu sem ætluð er til að jafna stöðu þeirra gagnvart hinum sem ekki eru með börn á framfæri.

FÍF telur Isavia hafa sýnt fagleg vinnubrögð í máli flugumferðarstjóra
Ung kona sem var í teymisvinnu með flugumferðarstjórum Isavia ANS frá því í október í fyrra fékk ekki að vita fyrr en í síðustu viku að þeir hafi verið grunaðir um nauðgun frá því í júní í fyrra. Stjórn Félags íslenskra flugumferðarstjóra telur Isavía hafa unnið málið faglega.

Glíma enn við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu á vöggustofu
Systkini sem voru fóstruð á Vöggustofu Thorvaldsenfélagsins sem ungbörn segjast enn glíma við afleiðingar alvarlegrar vanrækslu sem þau urðu fyrir þar. Þau segja nauðsynlegt að borgin rannsaki allan þann tíma sem stofnunin starfaði. Þau segja að systkini sín hafi þurft að þola mikið andlegt og líkamleg ofbeldi árum saman fósturheimili á Hjalteyri. Það hafi aldrei verið rannsakað.

Að segja mikið, en svara engu
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var spurð að því í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi 6. júlí s.l., hvernig stæði á því að enn hefði ekki verið breytt í samræmi við álit umboðsmanns Alþingis, um ólöglegar búsetuskerðingar.