
Stóriðja

Margir búnir að grínast með að gagnaverið myndi aldrei koma
Um eitthundrað manns vinna um þessar mundir að smíði gagnavers á Blönduósi. Framkvæmdirnar hafa hleypt miklu fjöri í athafnalíf í Húnavatnssýslum.

Tuttugu sagt upp á Grundartanga
Tuttugu starfsmönnum álversins á Grundartanga var sagt upp í morgun.

Hydro hættir við 35 milljarða kaup á álverinu í Straumsvík
Norska álfyrirtækið Norsk Hydro ASA hefur hætt við kaup sín á álverinu í Straumsvík.

Öll miðlunarlón komin á yfirfall
Miðlunarlón Landsvirkjunar eru nú öll komin á yfirfall.

Fjöldi athugasemda við drög að umhverfismati
Alls bárust 112 athugasemdir við drög að tillögu Stakksbergs ehf. að matsáætlun vegna nýs umhverfismats vegna kísilvers í Helguvík.

Byrjað að reisa gagnaver á Blönduósi
Gagnaver Borealis Data Center verður tekið í notkun síðla hausts ef framkvæmdir ganga vel á Blönduósi. Mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf á NV-landi.

Afkoma álversins í Straumsvík batnar
Álver Rio Tinto Alcan í Straumsvík tapaði tæpum 393 þúsund dölum eða sem jafngildir 43 milljónum króna í fyrra, samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Álver Norðuráls hagnast um þrjá milljarða króna
Álver Norðuráls á Grundartanga skilaði hagnaði upp á 29 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 3 milljörðum króna, á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins.

Kveikt á fyrsta ofninum á Bakka í vikunni
Stjórnendur kísilvers PCC á Bakka við Húsavík segja að uppsetning versins miði vel áfram.

Hagfræðidoktor meðal verkamanna á Húsavík
Gangsetning PCC á Bakka frestast enn. Þjóðerni starfsmannanna eru hátt á annan tug og menntunarstigið fjölbreytt. Meðal verkamanna eru doktor í hagfræði, hjúkrunarfræðingur, meistari í efnafræði og meistari í enskum bókmenntum.

Stóriðja kemur ekki í veg fyrir flótta ungs fólks af landsbyggðinni
Niðurstöður víðtækrar könnunnar gefa til kynna að sýn stjórnvalda í atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni sé engan veginn í takt við hug þeirra ungmenna sem þar búa.

Krefjast þess að Ísland víki frá stóriðjustefnu sinni
Loftslagsganga Reykjavíkur fer frá Kárastíg klukkan 14 í dag og niður á Austurvöll þar sem kröfufundur verður haldinn. Gangan er hluti af alþjóðlegri hreyfingu, People's Climate March.

Segir fátt koma í veg fyrir álver í Helguvík
Fátt kemur í veg fyrir byggingu álvers í Helguvík eftir undirritun orkusamnings í gær segir bæjarstjórinn í Reykjanesbæ. En álversandstæðingar Sólar á Suðurnesjum eru á öðru máli.

Á þriðja þúsund manns hafa sótt um vinnu
Undirbúningur að umhverfismati fyrir álver Alcoa á Húsavík er að hefjast eftir að fyrirtækið ákvað að hefja þriðja áfanga að undirbúningi að byggingu álvers þar. Hátt á þriðja þúsund manns hafa sótt um starf hjá Alcoa Fjarðaráli á Reyðarfirði.

Framleiðsla hafin í stærsta álveri landsins
Framleiðsla er hafin í Fjarðaáli, stærsta álveri á Íslandi. Fyrst um sinn verða aðeins fjörtíu ker keyrð í verksmiðjunni en búist er við að hún hafi náð fullum afköstum fyrir lok ársins.

Miklar vegaframkvæmdir fara illa saman með uppbyggingu stóriðju
Það fer illa saman að ætla sér að leggja Sundabraut og tvöfalda Hvalfjarðargöng á sama tíma og uppi eru áform um stækkun og uppbyggingu nýrra álvera, segir framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Nauðsynlegt sé að auka útflutning, meðal annars á áli, til að vinna gegn gríðarlegum viðskiptahalla, en samgöngumannvirki eigi að skipuleggja til lengri tíma.