Efnahagsmál

Fréttamynd

Óttast að verið sé að ganga of langt

Aðalhagfræðingur Stefnis óttast að verið sé að ganga of langt til að kæla fasteignamarkaðinn. Hann segir verðbólguna geta farið að sjatna þegar daginn tekur að stytta.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mjög óþægilegt“

Verðbólga er í hæstu hæðum og fólk er farið að finna fyrir því, eins og fjallað var um í Íslandi í dag. Rætt var við viðskiptavini matvöruverslunar í Reykjavík. Margir sögðu farir sínar hreinlega ekki sléttar af því að kaupa í matinn þessa dagana.

Innlent
Fréttamynd

Heimili og fyrirtæki standi vel þrátt fyrir allt

Forsætisráðherra segir aðgerðir stjórnvalda í kórónuveirufaraldrinum hafi styrkt heimilin og fyrirtækin landinu. Í þeirri óvissu sem nú ríkti í efnahagsmálum heimsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu, stæðu heimilin og fyrirtækin í landinu þrátt fyrir allt vel.

Innlent
Fréttamynd

Metverðbólga og vextir á hraðri uppleið

Verðbólga hefur ekki verið meiri í tólf ár og meginvextir Seðlabankans eru orðnir hærri en þeir voru áður en vaxtalækkunarferli bankans hófst fyrir þremur árum. Seðlabankastjóri og stjórnvöld leggja mikla áherslu á skynsama kjarasamninga í haust til að ná verðbólgunni niður.

Innlent
Fréttamynd

Spá 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta

Bæði hagfræðideild Landsbankans og Greining Íslandsbanka spá því að peningastefnunefnd Seðlabankans muni hækka stýrivexti um 0,75 prósentustig í næstu viku. Gangi spárnar eftir fara meginvextir bankans úr 3,75 í 4,5 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Óttast endurkomu verðtryggðra lána

Fyrstu kaupendur munu þurfa að leggja út 15 prósent af kaupverði fasteignar í stað 10 prósent, samkvæmt tilmælum Seðlabanka Íslands sem kynnt voru í morgun. Bankinn hefur áhyggjur af óhóflegri skuldsetningu en með aðgerðunum vill seðlabankastjóri fyrst og fremst hemja endurkomu verðtryggingarinnar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Lækka há­­marks­hlut­fall fast­­eigna­lána fyrir fyrstu kaup­endur

Gæta þarf þess að vaxandi efnahagsumsvifum fylgi ekki yfirdrifin áhættusækni og óhóflegur vöxtur útlána sem gæti veikt viðnámsþrótt fjármálakerfisins. Verði bakslag í alþjóðlegum efnahagsbata gæti það haft áhrif á fjármálastöðugleika hér á landi. Bankinn hefur ákveðið að lækka hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána fyrir fyrstu kaupendur úr 90 prósent í 85 prósent.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ný­sam­þykkt fjár­mála­á­ætlun er pólitísk mark­leysa

Fyrsta fjármálaáætlun hverrar ríkisstjórnar gegnir lykilhlutverki í opinberri stefnumótun. Ný ríkisstjórn sýnir þá framkvæmd helstu verkefna sem boðuð eru í stjórnarsáttmála og hver verði forgangsröðun næstu ára. Nýsamþykkt fjármálaáætlun fyrir árin 2023-2027 er annars eðlis.

Skoðun
Fréttamynd

Næstu tvö ár ráða úrslitum

Þegar litið er yfir sviðið, á þau óveðurský sem nú hrannast upp víðast hvar í hagkerfum heimsins er ljóst að hagstjórn á komandi tveimur árum eða svo getur ráðið miklu um áframhaldandi lífskjarasókn íslensks almennings næsta áratuginn. Fjármálastjórnin og peningamálastjórnin verða að ganga í takt.

Umræðan
Fréttamynd

Telur ríkissjóð í gríðarlegri klemmu

Stjórnarandstaðan deildi hart á fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar á Alþingi í dag. Þingmaður Samfylkingarinnar segir ríkissjóð í gríðarlegri klemmu þar sem um fjörutíu milljarðar króna hafi verið teknir úr honum í formi skattalækkanna á undanförnum árum.

Innlent
Fréttamynd

Á­kall um sam­stöðu

Fyrsta fjármálaáætlun nýrrar ríkisstjórnar verður afgreidd á Alþingi í vikunni. Tilgangur slíkrar áætlunar er að útskýra hvernig eigi að fjármagna loforð ríkisstjórnarinnar eins og þau birtast í stjórnarsáttmála.

Skoðun
Fréttamynd

Lækkun af­sláttar í frí­höfn liður í að­gerðum gegn þenslu

Fjármála- og efnahagsráðherra lagði tillögur að breytingum á fjármálaáætlun fyrir fjárlaganefnd í dag, sem ætlað er að vinna gegn þenslu og verðbólgu í hagkerfinu. Meðal tillagðra breytinga á tekjuhlið ríkissjóðs er lækkun á afslætti á áfengisgjaldi og tóbaksgjaldi í fríhöfninni.

Innlent
Fréttamynd

Seðlabankinn merkir aukna fylgni milli innlendra og erlendra hlutabréfa

Á undanförnum árum hefur fylgnin á milli verðs innlendra og erlenda hlutabréfa farið vaxandi. Tengsl innlendrar og alþjóðlegrar hagsveiflu hefur aukist á tímabilinu og umhverfi fjárfesta um allan heim hefur þróast með svipuðum hætti vegna keimlíkra viðbragða stjórnvalda við farsóttinni og vaxandi verðbólgu.

Innherji
Fréttamynd

BBA//Fjeldco varar við frum­varpi sem girðir fyrir er­lenda fjár­festingu

Erlend fjárfesting mun dragast saman ef lagafrumvarp, sem gerir það að verkum að margir af stærstu hlutabréfafjárfestum heims geta ekki fjárfest í íslensku atvinnulífi, verður samþykkt í óbreyttri mynd. Þetta kemur fram í umsögn Einars Baldvins Árnasonar, meðeiganda lögmannastofunnar BBA//Fjeldco, um frumvarp til breytingar á lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna.

Innherji
Fréttamynd

Fasteigna- og lóðagjöld íbúðarhúsnæðis eru lægst í Reykjavík

Önnur sveitarfélög þyrftu að lækka fasteignaskatta- og lóðaleigu sína á íbúðarhúsnæði um tugi og jafnvel hundruð þúsunda á ári til að vera á pari við gjöldin í Reykjavík. Starfandi borgarstjóri segir hægt að koma til móts við tekjulægstu hópana með ýmsum öðrum hætti en lækkun fasteignaskatts.

Innlent
Fréttamynd

Við­skipta­halli ekki verið meiri frá hruni

Viðskiptahalli á fyrsta ársfjórðungi ársins mældist hærri en hann hefur mælst frá fjármálakreppunni árið 2008. Aldrei þessu vant var halli á öllum helstu undirliðum viðskiptajafnaðarins en greiningardeild Íslandsbanka hefur ekki hringt viðvörunarbjöllum enda reiknar hún með því að þjóðarbúið rétti úr kútnum innan skamms.

Viðskipti innlent