Reykjavíkurkjördæmi norður Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Innlent 25.10.2024 14:46 Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. Innlent 25.10.2024 14:36 Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Innlent 25.10.2024 14:09 „Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. Innlent 24.10.2024 21:14 Hanna Katrín, Pawel og Grímur efst á lista Viðreisnar í Reykjavík norður Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaborgarfulltrúi. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Innlent 24.10.2024 20:45 Þau skipa efstu sætin á listum Lýðræðisflokksins Lýðræðisflokkurinn hefur kynnt þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Innlent 24.10.2024 09:01 Alexandra afþakkar þriðja sætið Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Innlent 23.10.2024 17:52 Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Innlent 23.10.2024 15:16 Jón Gnarr sáttur með annað sætið Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 11:28 Tekur ekki sæti á lista og hættir í flokknum Valgerður Árnadóttir, formaður Pírata í Reykjavík, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Pírata í komandi kosningum og sömuleiðis segja af sér formennski Pírata í Reykjavík. Innlent 23.10.2024 08:45 „Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. Innlent 22.10.2024 17:15 Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Innlent 22.10.2024 10:04 Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Innlent 22.10.2024 09:17 Sjálfstæðisflokkurinn skuldi kjósendum skýringar Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur. Innlent 22.10.2024 09:17 Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Innlent 21.10.2024 16:56 Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Innlent 21.10.2024 12:35 Þau taka þátt í prófkjöri Pírata Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði. Innlent 20.10.2024 16:29 Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Innlent 20.10.2024 11:41 Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. Innlent 20.10.2024 10:41 Spurt um áhuga fólks á Degi í forystu í Reykjavík Keyptar voru spurningar í spurningavagn Prósents til að kanna áhuga á framboði Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra fyrir Samfylkinguna. Innlent 20.10.2024 09:43 „Þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera“ Snorri Másson fjölmiðlamaður tilkynnti fyrr í dag að hann stefni á forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Miðflokkinn. Hann segist ekki hafa fastmótaða skoðun á því hvort kjördæmanna það verður. Innlent 19.10.2024 14:51 Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Innlent 19.10.2024 09:58 Vill úr borgarstjórn á Alþingi Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. Innlent 18.10.2024 12:52 Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. Innlent 18.10.2024 11:32 Stillt upp á alla lista Viðreisnar Uppstillingarnefndir stilla upp á alla lista Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið í landshlutaráðum í gær og í kvöld. Spenna ríkir í baráttu um sæti á Reykjavíkurlistum flokksins. Innlent 17.10.2024 22:01 Sara sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík hjá Pírötum Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata sækist eftir því að leiða lista Pírata í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Fyrr í dag tilkynnti Lenya Rún Taha Karim um það sama. Áður hafa oddvitar kjördæmanna og þingmenn flokksins, Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson, gefið það út að þau ætli að halda áfram. Það er því ljóst að slagur verður um efstu sætin í prófkjöri Pírata. Innlent 17.10.2024 15:41 Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Innlent 17.10.2024 14:45 Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Innlent 17.10.2024 12:02 Þau skipa uppstillingarnefnd Sjálfstæðismanna í Reykjavík Fimmtán manns tóku sæti í uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi kjördæmaráðs flokksins í gær. Berta Gunnarsdóttir, varaformaður Varðar – fulltrúaráðssins í Reykjavík, er formaður nefndarinnar. Innlent 17.10.2024 11:38 Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Innlent 16.10.2024 23:15 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 8 ›
Gerði ekki kröfu um oddvitasæti og fær annað sætið Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, gaf kost á sér í annað sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi kosningum. Hann taldi rétt að sækjast eftir því í stað oddvitasætis í ljósi þess að hann er að hefja nýjan kafla í stjórnmálaþátttöku sinni. Innlent 25.10.2024 14:46
Hafnað vegna of margra lækna og miðaldra karla Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, sem bauð sig fram til þriðja eða fjórða sætis á lista Samfylkingar í Reykjavík verður ekki að ósk sinni. Hann greinir frá því í færslu á Facebook. Innlent 25.10.2024 14:36
Dagur mun ekki skipa oddvitasæti í Reykjavík Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, mun ekki skipa efsta sæti á öðrum lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmunum. Viðbúið er að hann skipi annað sætið á framboðslista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Innlent 25.10.2024 14:09
„Þurfum á því að halda að það verði breyting á stjórn landsins“ Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn er í þriðja sæti Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann segir kominn tíma á breytingu á stjórn landsins. Innlent 24.10.2024 21:14
Hanna Katrín, Pawel og Grímur efst á lista Viðreisnar í Reykjavík norður Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, mun leiða lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður í komandi þingkosningum. Í öðru sæti er Pawel Bartoszek, stærðfræðingur og varaborgarfulltrúi. Þriðja sætið skipar Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, og í fjórða sæti er Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, klínískur barnasálfræðingur. Innlent 24.10.2024 20:45
Þau skipa efstu sætin á listum Lýðræðisflokksins Lýðræðisflokkurinn hefur kynnt þau sem munu skipa efstu sætin á listum flokksins í komandi þingkosningum sem fram fara 30. nóvember næstkomandi. Innlent 24.10.2024 09:01
Alexandra afþakkar þriðja sætið Alexandra Briem, borgarfulltrúi Pírata, mun ekki taka þriðja sæti á lista flokks síns í Reykjavíkurkjördæmi suður, eins og henni stóð til boða. Hún hefur ákveðið að óska eftir því við kjörstjórn að vera færð í fjórða sæti í Reykjavík norður. Innlent 23.10.2024 17:52
Andrés Ingi gefur Dóru Björt annað sætið Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því við kjörstjórn Pírata að setja hann í þriðja sætið í Reykjavíkurkjördæmi norður. Hann varð í fjórða sæti í prófkjöri Pírata í Reykjavík og hefði því átt að fá annað sætið í öðru hvoru kjördæminu. Með þessu færist Dóra Björt Guðjónsdóttir upp í annað sætið í Reykjavíkurkjördæmi suður. Innlent 23.10.2024 15:16
Jón Gnarr sáttur með annað sætið Samkvæmt heimildum Vísis bendir flest til þess að Jón Gnarr verði settur í annað sæti Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Innlent 23.10.2024 11:28
Tekur ekki sæti á lista og hættir í flokknum Valgerður Árnadóttir, formaður Pírata í Reykjavík, hefur ákveðið að taka ekki sæti á lista Pírata í komandi kosningum og sömuleiðis segja af sér formennski Pírata í Reykjavík. Innlent 23.10.2024 08:45
„Ég átti ekki von á fyrsta sæti“ Lenya Rún Taha Karim varaþingmaður Pírata hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins til lista í Reykjavíkurkjördæmunum. Björn Leví Gunnarsson hlaut næstflest atkvæði og munu þau tvö því leiða lista í kjördæmumum tveimur. Innlent 22.10.2024 17:15
Ragnar Þór býr sig undir harða baráttu „Lygari, óheiðarlegur, skrifar falsfréttir, hræsnari, popúlisti, lýðskrumari, dóni, stundar hatursorðræðu og kvenfyrirlitningu, brennuvargur og ofbeldismaður.“ Innlent 22.10.2024 10:04
Grímur undir feldi Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, íhugar alvarlega framboð fyrir Viðreisn í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Innlent 22.10.2024 09:17
Sjálfstæðisflokkurinn skuldi kjósendum skýringar Ólafur Adolfsson nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi segir Sjálfstæðisflokkinn skulda kjósendum sínum skýringar. Það hafi verið röng ákvörðun að halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu. Í flokknum sé verið að skipta út fólki því kjósendur vilji nýjar áherslur. Innlent 22.10.2024 09:17
Ragnar Þór tekur sæti Tomma og verður oddviti Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, verður oddviti Flokks fólksins í öðru af tveimur Reykjavíkurkjördæmum. Hann tekur þar oddvitasæti af Tómasi A. Tómassyni. Innlent 21.10.2024 16:56
Brynjar fái þriðja sætið: „Þeir vita meira en ég“ Ríkisútvarpið fullyrðir að Brynjar Níelsson varaþingmaður fái þriðja sætið á lista Sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi norður. „Þeir vita meira en ég,“ segir Brynjar í samtali við Vísi. Innlent 21.10.2024 12:35
Þau taka þátt í prófkjöri Pírata Framboðsfrestur í prófkjöri Pírata rann út klukkan 16 og hófst prófkjörið á sama tíma. Kosningin mun standa til klukkan 16 á þriðjudag en alls eru 69 í framboði. Innlent 20.10.2024 16:29
Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur sú breiðfylking sem hann var Sigríður Á. Andersen segir ákvörðun sína um að leiða lista Miðflokksins í komandi kosningum ekki skýrast af því að hún sé að flýja Sjálfstæðisflokkinn. Hún greindi frá því að hún myndi leiða annan Reykjavíkurlista Miðflokksins í komandi kosningum. Innlent 20.10.2024 11:41
Sigríður Andersen leiðir lista Miðflokksins Sigríður Á. Andersen, lögmaður og fyrrverandi ráðherra, mun leiða einn lista Miðflokksins. Innlent 20.10.2024 10:41
Spurt um áhuga fólks á Degi í forystu í Reykjavík Keyptar voru spurningar í spurningavagn Prósents til að kanna áhuga á framboði Dags B. Eggertssonar fyrrverandi borgarstjóra fyrir Samfylkinguna. Innlent 20.10.2024 09:43
„Þetta er nákvæmlega það sem ég á að vera að gera“ Snorri Másson fjölmiðlamaður tilkynnti fyrr í dag að hann stefni á forystusæti í öðru Reykjavíkurkjördæmanna fyrir Miðflokkinn. Hann segist ekki hafa fastmótaða skoðun á því hvort kjördæmanna það verður. Innlent 19.10.2024 14:51
Snorri vill leiða Miðflokkinn í Reykjavík Snorri Másson fjölmiðlamaður sækist eftir oddvitasæti á lista Miðflokksins í Reykjavík í komandi Alþingiskosningum. Innlent 19.10.2024 09:58
Vill úr borgarstjórn á Alþingi Dóra Björt Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, hefur ákveðið að gefa kost á sér til forystu Pírata á Alþingi og býður sig fram í Reykjavík. Innlent 18.10.2024 12:52
Vill að rödd hins almenna launamanns heyrist á Alþingi Kristján Þórður Snæbjarnarson formaður Rafiðnaðarsambandsins ætlar að blanda sér í pólitíkina og gefur kost á sér í 2. sæti hjá Samfylkingunni í öðru Reykjavíkurkjördæmanna. Hvort þeirra? Kristján Þórður segir að það verði svo bara að koma á daginn hvernig uppstillingarnefnd hagi sínum störfum. Innlent 18.10.2024 11:32
Stillt upp á alla lista Viðreisnar Uppstillingarnefndir stilla upp á alla lista Viðreisnar fyrir komandi Alþingiskosningar. Þetta var ákveðið í landshlutaráðum í gær og í kvöld. Spenna ríkir í baráttu um sæti á Reykjavíkurlistum flokksins. Innlent 17.10.2024 22:01
Sara sækist eftir fyrsta sæti í Reykjavík hjá Pírötum Sara Oskarsson varaþingmaður Pírata sækist eftir því að leiða lista Pírata í öðru Reykjavíkurkjördæminu. Fyrr í dag tilkynnti Lenya Rún Taha Karim um það sama. Áður hafa oddvitar kjördæmanna og þingmenn flokksins, Halldóra Mogensen og Björn Leví Gunnarsson, gefið það út að þau ætli að halda áfram. Það er því ljóst að slagur verður um efstu sætin í prófkjöri Pírata. Innlent 17.10.2024 15:41
Lárus leiðir uppstillingarnefnd Framsóknar í Reykjavík Lárus Sigurður Lárusson lögmaður leiðir kjörnefnd í Reykjavíkurkjördæmunum fyrir Framsóknarflokkinn. Með honum í nefndinni eru þau Haukur Logi Karlsson, Fanný Gunnarsdóttir, Ásta Björg Ólafsdóttir, Teitur Erlendsson, Björn Ívar Björnsson og Unnur Þöll Benediktsdóttir Innlent 17.10.2024 14:45
Jón Magnús gefur kost á sér Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, mun óska eftir þriðja til fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Innlent 17.10.2024 12:02
Þau skipa uppstillingarnefnd Sjálfstæðismanna í Reykjavík Fimmtán manns tóku sæti í uppstillingarnefnd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík á fundi kjördæmaráðs flokksins í gær. Berta Gunnarsdóttir, varaformaður Varðar – fulltrúaráðssins í Reykjavík, er formaður nefndarinnar. Innlent 17.10.2024 11:38
Aldursforsetinn hvergi af baki dottinn Tómas A. Tómasson þingmaður Flokks fólksins, sem kenndur er við Hamborgarabúlluna, hyggst gefa kost á sér á lista flokksins fyrir komandi alþingiskosningar. Innlent 16.10.2024 23:15