Handbolti
Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins
Arnar Freyr Arnarsson og félagar hans í Melsungen komust upp í 8. sæti þýsku 1. deildarinnar í handbolta í kvöld með stórsigri á botnliði Leipzig, 34-25, í Íslendingaslag.
Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna
Þrátt fyrir að Blær Hinriksson sé orðinn atvinnumaður í handbolta hefur hann ekki sagt skilið við leiklistina. Handboltinn er þó í fyrsta sæti sem stendur.
Draumadeildin staðið undir væntingum
Handboltamanninn Blæ Hinriksson dreymdi lengi um að spila í þýsku úrvalsdeildinni. Sá draumur hefur nú ræst og hann segir að draumadeildin hafi staðið undir væntingum. Blær bíður þó óþreyjufullur eftir fyrsta sigrinum með Leipzig sem hefur farið illa af stað á tímabilinu.
Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera
Stefán Árnason, þjálfari Aftureldingar, var að vonum svekktur með 10 marka tap liðsins gegn Val á Hlíðarenda í kvöld, í Olís-deild karla í handbolta.
Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig
Selfoss og Stjarnan mættust í kvöld í leik einu liðanna í Olís-deild kvenna í handbolta sem enn voru stigalaus eftir fjórar umferðir. Selfyssingar skildu Stjörnuna eftir á botninum með 29-28 sigri í háspennuleik.
Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni
Tvö Íslendingalið fögnuðu sigri í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld en lið Pick Szeged var án Janusar Daða Smárasonar vegna meiðsla og varð að sætta sig við tap.
Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum
Þórsarar voru afar nálægt því að landa sigri í Kaplakrika í kvöld en nýliðarnir urðu að sætta sig við jafntefli við FH, 34-34, í Olís-deild karla í handbolta. Stjarnan sótti tvö stig á Selfoss.
Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi
Íslensku þjálfararnir Guðjón Valur Sigurðsson og Arnór Þór Gunnarsson stýrðu liðum sínum til sigurs í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, þegar fjöldi Íslendinga var á ferðinni.
Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn
Topplið Aftureldingar heimsótti Val í 6. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn hafði Afturelding unnið alla leiki sína í deildinni ásamt því að komast áfram í 8-liða úrslitin í bikarnum á meðan Valur hafði tapað tveimur leikjum og dottið úr bikarnum í síðustu viku.
Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“
Haukur Þrastarson segir að þeir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari íslenska handboltalandsliðsins, hafi verið sammála um að hann þyrfti á breytingu að halda á ferlinum. Selfyssingurinn vonast til að Íslendingar taki stórt, en erfitt, skref á næsta stórmóti.
Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“
Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, kveðst nokkuð sáttur með hvernig hann hefur farið af stað með nýja liðinu sínu, Rhein-Neckar Löwen. Hann segist fullviss um að hann hafi tekið rétt skref á ferlinum með því að fara í sterkari deild en þar sem hann hefur hingað til spilað í atvinnumennskunni.
Anton og Jónas áfram fastagestir á EM
Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu verða ekki einu Íslendingarnir á EM í janúar næstkomandi. Nú er ljóst að þeir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson verða í hópi þeirra dómarapara sem EHF, Handknattleikssamband Evrópu, treystir til að sjá um dómgæsluna á mótinu.
Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast
Arnór Atlason og lærisveinar hans í danska handboltafélaginu TTH Holstebro misstu leikinn á móti Fredericia í jafntefli eftir dramatískar lokamínútur. Umdeildur dómur undir lokin breytti öllu fyrir liðið.
ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti
Íslandsmeistarar Vals eru ásamt ÍBV á toppi Olís-deildar kvenna í handbolta, með fjóra sigra úr fimm leikjum, eftir úrslitin í leikjunum þremur í kvöld.
Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, eða Donni, stóð að vanda vel fyrir sínu í liði Skanderborg Aarhus þegar það vann öflugan útisigur gegn Bjerringbro/Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld, 35-28.
Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag
Íslendingaliðið Blomberg-Lippe, með þrjár íslenskar landsliðskonur innanborðs, fagnaði frábærum 35-31 sigri gegn Flames í toppslag í þýsku 1. deildinni í handbolta í kvöld, 35-31.
Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku
Landsliðstríóið Ómar Ingi Magnússon, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Elvar Örn Jónsson átti ríkan þátt í öruggum sigri Magdeburg gegn GOG í Danmörku í kvöld, 39-30, í Meistaradeild Evrópu í handbolta.
Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru
Byrjunin hjá Elínu Klöru Þorkelsdóttur í atvinnumennsku hefur gengið eins og í sögu. Sænska handboltaliðið Sävehof hefur nú fagnað sigri í öllum tíu leikjum sínum eftir komu Haukakonunnar sem er í algjöru aðalhlutverki.
Varaforseti EHF handtekinn
Varaforseti Handknattleikssambands Evrópu er ekki í alltof góðum málum en hann er grunaður um aðild að glæpasamtökum.
Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum
Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, bindur vonir við að nýjar treyjur íslensku landsliðanna í handbolta fari í sölu á næstum vikum.
„Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“
Framkvæmdastjóri HSÍ segir að sambandið hafi ekki haft ráð á því að taka frá fjölda miða fyrir HM í handbolta kvenna sem hefst í næsta mánuði. HSÍ hafa borist óskir um miða og reynir eftir fremsta megni að koma til móts við þá sem vilja komast á mótið.
Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið
Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, valdi Lovísu Thompson í landsliðshóp sinn fyrir leiki í undankeppni Evrópumótsins.
Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum
Haukar komust áfram í átta liða úrslit Powerade-bikars karla í handbolta í gær eftir sigur á Valsmönnum í vítakeppni á Ásvöllum.
Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik
Haukar sigruðu Val eftir vítakastkeppni, 39-38, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta í kvöld. Aron Rafn Eðvarðsson átti frábæran leik í marki Hauka. Fjölnir, sem leikur í Grill 66 deildinni, gerði sér lítið fyrir og sló Stjörnuna úr leik með sigri á heimavelli, 38-35.
Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn
Bikarmeistarar Fram unnu Víking, sem leikur í Grill 66 deildinni, með tveggja marka mun, 39-41, í tvíframlengdum leik í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta. Leikurinn fór fram á heimavelli Víkinga í Safamýrinni þar sem Framarar léku í mörg ár.
Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum
Þrátt fyrir að vera fimm mörkum undir þegar tæpar átján mínútur voru eftir vann Afturelding ÍBV, 27-22, í sextán liða úrslitum Powerade-bikars karla í handbolta.
Laus úr útlegðinni og mættur heim
Eftir nokkra mánuði í Noregi hefur handboltamaðurinn Þorsteinn Gauti Hjálmarsson „hefur fengið sig lausan frá útlegðinni“ og gengið til liðs við Fram á nýjan leik.
Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur
Selfoss lagði AEK Aþenu í síðari leik liðanna í 2. umferð Evrópubikars kvenna í handbolta. Því miður vann AEK Aþena fyrri leik liðanna í Grikklandi og er því komið áfram.
Misjafnt gengi Íslendingaliðanna
Melsungen vann sinn leik í efstu deild þýska handboltans í dag á meðan Gummersbach mátti þola tap.
Valur áfram eftir góðan sigur
Valur er komið í 3. umferð Evrópudeildar kvenna í handbolta eftir fjögurra marka sigur á Unirek frá Hollandi að Hlíðarenda í dag, lokatölur 30-26.