Fótbolti

Alfreð: Maður fagnar eins og asni

Alfreð Finnbogason reyndist hetja Íslendinga í kvöld þegar Bosnía og Herzegovína var lagt af velli með einu marki. Alfreð kom inn á þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum og um leið byrjaði sóknarþungi íslenska liðsins að aukast. Alfreð skoraði mark sem var dæmt af skömmu eftir að hann kom inn á en á annarri mínútu uppbótartíma brást honum ekki bogalistin og tryggði Íslandi sigurinn.

Fótbolti

Einkunnir íslenska landsliðsins: Mikið betra en fyrir helgi

Ísland tók á móti Bosníu og Herzegovínu í sjöttu umferð undankeppni EM 2024 á Laugardalsvelli fyrr í kvöld. Leiknum lauk með sigri Íslands 1-0 en það var Alfreð Finnbogason sem skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Sigurinn var kærkominn og að endingu verðskuldaður.

Fótbolti

Ítalska lyfja­eftir­litið setur Pogba í bann

Franski miðjumaðurinn Paul Pogba, leikmaður ítalska úrvalsdeildarfélagsins Juventus, hefur verið úrskurðarður í tímabundið bann frá knattspyrnuiðkun eftir að mikið magn testósteróns greindist í lyfjaprófi sem hann tók á dögunum.

Fótbolti

Pogba féll á lyfjaprófi

Paul Pogba, leikmaður Juventus, er í vandræðum eftir að mikið magn testósteróns greindist í lyfjaprófi sem hann tók á dögunum.

Fótbolti

Rakar inn seðlum eftir að hafa fært sig úr MLS yfir í NFL

Brandon Aubrey lagði hart að sér til að þess að verða atvinnumaður í fótbolta. Hann var valinn í nýliðavali MLS-deildarinnar í Bandaríkjunum áður en hann ákvað að breyta til. Hann skipti yfir í NFL þar sem spilaður er amerískur fótbolti og er í dag leikmaður Dallas Cowboys.

Fótbolti

Treystir hópnum og vonar að ferskir fætur geri gæfu­muninn

„Við getum ekki útilokað neitt fyrr en það er ómögulegt,“ sagði landsliðsþjálfarinn Åge Hareide aðspurður hvort möguleikar Íslands á að ná 2. sæti í undankeppni EM 2024 í knattspyrnu væru úr sögunni. Hann reiknar með að gera breytingar fyrir leik kvöldsins gegn Bosníu og Hersegóvínu.

Fótbolti

Ís­land ekki tapað fjórum leikjum í röð síðan 2007

Ísland mætir Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM karla í knattspyrnu á Laugardalsvelli í kvöld. Íslenska liðið hefur tapað þremur leikjum í röð en fara þarf aftur til ársins 2007 til að finna undankeppni þar sem Ísland tapaði fjórum leikjum í röð.

Fótbolti

Segir af sér eftir ó­við­eig­andi tals­máta

Hinn 71 árs gamli Bruce Arenas hefur sagt af sér sem þjálfari og yfirmaður íþróttamála hjá New England Revolution í MLS-deildinni í Bandaríkjunum. Hann var settur til hliðar í ágúst síðastliðnum vegna rannsóknar deildarinnar á óviðeigandi talsmáta þjálfarans.

Fótbolti