Innlent

Á­hersla tjónaskrárinnar verði á al­var­legustu brotin

Róbert Spanó var á þessu ári kjörinn í stjórn alþjóðlegrar tjónaskrár fyrir Úkraínu sem tekur til eignaskemmda, manntjóns og alvarlegra meiðsla sem orðið hafa í stríði Rússlands í Úkraínu. Gert er ráð fyrir því að nefndin starfi í það minnsta í þrjú ár.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Óvissustig er í gildi á Holtavörðuheiði vegna veðurs og gæti heiðinni verið lokað með stuttum fyrirvara á meðan versta veðrið gengur yfir. Veðurstofan varar við lélegu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum víða.

Innlent

Lagði sig á hringtorgi í Kópa­vogi í nístingskulda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk tilkynningu í gærkvöldi eða nótt um ölvaðan einstakling sem hafði ákveðið að leggja sig á hringtorgi í Kópavogi. Hiti var undir frostmarki á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en þar hefur jafnframt snjóað talsvert undanfarið. Lögreglan ók manninum heim til sín.

Innlent

Ómar bjargaði lífi fimm ein­stak­linga

Ómar Andrés Ottósson var einungis tvítugur að aldri og verðandi stúdent í Kaupmannahöfn þegar hann varð bráðkvaddur vegna heilablæðingar. Aðstandendur hans, sem sátu eftir harmi slegnir, tóku þá ákvörðun að gefa líffæri hans, enda þótti það í anda Ómars að enda jarðvist sína með slíkri gjöf. Andlát Ómars leiddi þannig til þess að hvorki meira né minna en fimm einstaklingar fengu nýtt og betra líf.

Innlent

Á­kærður fyrir að leggja átta manns í lífs­hættu í á­bata­skyni

Maður hefur verið ákærður fyrir láta útbúa búseturými í atvinnuhúsnæði án tilskilinna leyfa og án nauðsynlegra brunavarnaráðstafanna. Fram kemur í ákæru að maðurinn hafi leigt húsnæðið og leigt það út til annarra, en í að minnsta kosti átta menn bjuggu í því. Með því huga ekki að brunavörnum er hann sagður hafa stefnt lífi mannanna í hættu.

Innlent

Dagdvöl á Sel­fossi lokað í fimm vikur vegna sparnaðar

Eldri borgarar á Selfossi, sem nýta sér þjónustu Árbliks, sem er dagdvöl er miður sín yfir því að loka eigi dagdvölinni í fimm vikur í sumar í sparnaðarskyni hjá Sveitarfélaginu Árborg. „Ég veit ekki hvernig við eigum að vera ein heima í fleiri vikur“, segir óhress eldri borgari á staðnum.

Innlent

„Það er allt undir“

Fulltrúar fagfélaganna héldu áfram að funda hjá Ríkissáttasemjara í karphúsinu í dag. Um var að ræða þriðja fund þeirra og Samtaka atvinnulífsins síðan deilunni var vísað til sáttasemjara fyrir tíu dögum síðan.

Innlent

Skoða að nota skatta­lega hvata til að auka fram­boð á hús­næði

Verið er að undirbúa fjölda aðgerða til að auka framboð á húsnæði fyrir Grindvíkinga að sögn ráðherra í ríkisstjórninni. Þær miði að því að halda niðri verðbólgu. Forsætisráðherra segir ekki búið að ákveða hvort förgunargjald í altjóni verði afnumið en áhersla sé lögð á jafnræði íbúa. 

Innlent

„Þetta er hreinasti skáld­skapur“

Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag.

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Ísrael þarf að gera meira til að koma í veg fyrir mannfall almennra borgara á Gasasvæðinu og tryggja mannúðaraðstoð. Þetta kemur fram í bráðabirgðarniðurstöðu Alþjóðadómstólsins í Haag. Ísraelsher er þó ekki gert að hætta árásum á svæðinu. Við rýnum í stöðuna með sérfræðingi í beinni útsendingu.

Innlent

LHÍ hafnar með öllu að kyn hafi skipt máli við ráðninguna

Listaháskóli Íslands hafnar því með öllu að kyn umsækjenda hafi haft nokkuð með það að gera þegar kona var ráðin lektor í sviðslistafræðum við sviðslistadeild skólans árið 2022. Þá hafi kærunefnd jafnréttismála ekki leitað eftir upplýsingum um aðkomu rektors í málinu sem skipti sköpum í úrskurði nefndarinnar.

Innlent

Segist ekki van­hæf vegna „harla ó­venju­legs“ tölvu­pósts Ómars

Sigríður Hjaltested, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur, þarf ekki víkja úr sæti úr dómsmáli líkt og Ómar R. Valdimarsson lögmaður krafðist. Hann vildi að Sigríður tæki mögulegt vanhæfi sitt til skoðunar vegna fyrri samskipta þeirra á milli, sem tengjast sakamáli sem hefur verið kennt við skemmtistaðinn Bankastræti Club.

Innlent

Deilan um þátt­töku Ís­lands í Euro­vision harðnar

Á Ísland að sniðganga Eurovision? Kiknar RÚV undan þrýstingi og hættir við þátttöku? Breytist allt með þátttöku Palestínumanns í Söngvakeppninni? Kristín Ólafsdóttir fer yfir Eurovision-deiluna með góðum gestum í Pallborðinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi klukkan 14.

Innlent

„Þetta var hörku hvellur“

Þreifandi bylur var á höfuðborgarsvæðinu í morgun og lítið sem ekkert skyggni. Lögreglufulltrúi segir umferð hafa gengið mjög hægt í morgun og eitthvað um árekstra. Gular viðvaranir eru í gildi vegna veðurs. 

Innlent

Fimm­tán vagnar í tjóni í glerhálku í gær

Fimmtán vagnar Strætó lentu í tjóni í mikilli og skyndilegri hálku sem myndaðist seinnipartinn í gær. Tjónið er allt frá því að vera smá nudd í brotna rúðu. Þrír vagnar voru í viðgerð í morgun af þeim fimmtán sem lentu í tjóni. 

Innlent