Samþykktu verkfall með yfirburðum Árni Sæberg skrifar 20. janúar 2025 13:36 Slökkviliðsmenn virðast vera á leið í verkfall. Vísir/Vilhelm Á hádegi í dag lauk kosningu Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, LSS, um boðun verkfalls vegna þeirra stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum félagsins við Samband íslenskra sveitarfélaga. 87,9 prósent þeirra sem greiddu atkvæði sögðu já og að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS. Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að á kjörskrá hafi verið 1.163 félagsmenn og kjörsókn hafi verið 44.1 prósent, eða 513 atkvæði. 87.9 prósent hafi sagt já, 451 atkvæði, 6 prósent nei, 31 atkvæði og 6 prósent hafi ekki tekið afstöðu, eða 31 atkvæði. Þrjár vikur til stefnu LSS muni því að óbreyttu hefja verkfallsaðgerðir þann 10. febrúar klukkan 08:00 ef ekki verður búið að semja fyrir þann tíma eða fresta aðgerðum félagsins. Í ályktun félagsfundar LSS þann 16. janúar segir að að félagið geri þá kröfu að stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga og kjörnir fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem afhent hafa SNS samningsumboð fyrir sína hönd axli ábyrgð á þeirri stöðu sem komin er upp í kjaraviðræðum. Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna geri þá kröfu að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga fái skýrt umboð til að setjast af alvöru við samningaborðið svo ekki þurfi að koma til aðgerða af hálfu félagsins. Ekkert sem bendir til þess að samið verði Þá segir að í ágúst árið 2023 hafi LSS undirritað framlengingu á gildandi kjarasamning við samninganefnd Samband íslenskra sveitarfélaga, SÍS. Í bókun með samningnum hafi verið verkáætlun sem tryggja hafi átt að nýr samningur yrði tilbúinn til undirritunar þegar framlengdur kjarasamningur myndi renna út. Fyrsti fundur LSS og SÍS samkvæmt verkáætlun hafi verið haldinn 10. október 2023 og fimm fundir hafi verið haldnir fram til áramóta. Árið 2024 hafi verið haldnir nokkrir fundir með hléum en LSS hafi gefið mikinn sveigjanleika vegna samningaviðræðna SÍS við heildarsamtök launafólks og svo aftur vegna samningaviðræðna SÍS við Kennarasamband Íslands. Þrátt fyrir fjölda funda hafi þeir litlu skilað. LSS hafi lagt fram skýra kröfugerð, lagt fram talsvert magn af gögnum sem hafi tekið mikinn tíma að vinna og kostað félagið töluverða fjármuni, en lítið hafi komið af vinnu frá SÍS. Þann 4. nóvember 2024 hafi kjaraviðræðum LSS og SÍS verið vísað til Ríkissáttasemjara og ástæðan hafi verið skortur á markvissum fundum og vinnuframlagi frá SNS. Núna níu mánuðum eftir að síðasti samningur rann út sé ekkert sem bendi til þess að nýr samningur verði undirritaður á næstunni. Það sé þungbær ákvörðun LSS að hefja undirbúning verkfallsaðgerða en félagið sjái sig knúið til að fara þessa leið vegna skorts frumkvæðis SÍS til að ganga frá kjarasamning við LSS.
Slökkvilið Sjúkraflutningar Kjaramál Vinnumarkaður Rekstur hins opinbera Kjaraviðræður 2023-25 Mest lesið Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira