Golf

Einu höggi frá því að komast í gegnum niðurskurðinn

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn á In­vestec South African mót­inu á Evr­ópu­mótaröðinni í golfi sem er nú í gangi í Jóhannesarborg. Guðmundur Ágúst lauk keppni á öðrum hring í morgun.

Golf

Guð­mundur Ágúst úr leik

Atvinnukylfingurinn Guðmundur Ágúst Kristjánsson er úr leik á Joburg Open-mótinu í golfi sem nú fer fram í Suður-Afríku. Slæmur fyrsti hringur kostaði Guðmund Ágúst en þó hann hafi leikið betur á öðrum hring þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.

Golf

Stefna á nýjan golf­völl í Múla­þingi

Golfklúbbur Fljótsdalshéraðs hefur óskað eftir því að byggður verði nýr golfvöllur á Eiðum. Félagið notast við völl við Ekkjufell sem að sögn stjórnarmanns klúbbsins veldur óánægju meðal golfiðkenda á svæðinu. 

Golf

Heimsúrvalið hafði betur á þriðja degi forsetabikarsins

Af alls átta viðureignum í gær voru það aðeins Jordan Spieth og Justin Thomas ásamt Tony Finau og Max Homa sem unnu sín einvígi fyrir Bandaríkjamenn. Heimsúrvalið hefur því náð að minnka forskot Bandaríkjanna úr sex niður í fjóra vinninga.

Golf

Bandaríkin leiða eftir annan hring forsetabikarsins

Lið Bandaríkjanna fylgdi á eftir góðum fyrsta hring gegn heimsúrvalinu með þremur vinningum á öðrum hring í forsetabikarnum í golfi í gær. Bandaríkin leiða nú með átta vinningum gegn tveimur fyrir þriðja hring sem hefst klukkan 11.00 í dag.

Golf

Steinninn í liði með Bandaríkjunum

Bandaríkjamenn eru 4-1 yfir eftir fyrsta keppnisdag Forsetabikarsins í golfi, þar sem þeir keppa við aðra bestu kylfinga heims sem ekki eru frá Bandaríkjunum eða Evrópu.

Golf

Púttaði frá sér sigurinn

Englendingurinn Danny Willet var í kjörstöðu til að vinna Fortinet meistaramótið í golfi um helgina. Sigurinn var innan seilingar, hann var innan við einn metra frá holunni en pútt hans geigaði. Raunar geiguðu tvö pútt og Willet komst ekki einu sinni í bráðabana.

Golf