Leikjavísir

Tilnefndir til tveggja tölvuleikjaverðlauna

"Þetta gerir okkur graðari í að gera enn betur,“ segir Viggó Ingimar Jónasson, einn af stofnendum tölvuleikjafyrirtækisins Fancy Pants Global. Tölvuleikurinn Maximus Musicus hefur verið tilnefndur til tveggja verðlauna á norrænu leikjahátíðinni Nordic Game, sem fer fram í Svíþjóð í maí. Fancy Pants Global framleiðir leikinn, sem er fyrir iPhone-síma, iPad-spjaldtölvur og iPod-tónlistarspilara. „Við erum rétt búnir að starfa í tvö ár. Þetta er fyrsti leikurinn sem við gefum út og því mikill heiður að fá þessa tilnefningu," segir Viggó.

Leikjavísir

Mike Tyson berst gegn Angry Birds-fíkn

Leikurinn Angry Birds er eitt heitasta málið í tölvubransanum um þessar mundir. Hann er gerður af finnska fyrirtækinu Rovio Mobile, sem hyggur á mikla landvinninga með leiknum og vörum honum tengdum.

Leikjavísir

Nýjustu Nintendo tölvunni stolið úr verksmiðjunni

Nýjustu leikjatölvunni frá Nintendo, 3DS var nýverið stolið frá verksmiðju í Kína. Enn á eftir að gefa það út hvenær tölvan kemur á markað og hvað hún mun kosta en hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu. Þjófurinn var snöggur að gera myndband þar sem græjan er sýnd en myndbandinu var snarlega kippt út af YouTube.

Leikjavísir

Fimbulfamb í nýrri útgáfu

Ný útgáfa af borðspilinu Fimbulfamb er væntanleg fyrir jólin í nýrri útgáfu hjá Veröld. Spilið kom upphaflega út árið 1993 og seldist strax upp. Eftir það hefur Fimbulfamb verið ófáanlegt og hafa verið uppi áskoranir til útgefenda um að endurútgefa spilið. Meðal annars hafa á þriðja þúsund manns undirritað hvatningu þess efnis á Facebook. Núna, eftir sautján ára bið, er spilið loksins að koma út með nýjum orðaforða og í nýjum búningi.

Leikjavísir

Flestir tölvuleikir fjölskylduvænir

Ian Livingstone, forstjóri tölvuleikjafyrirtækisins Eidos, heldur fyrirlestur á ráðstefnunni You Are in Control. Fréttablaðið ræddi við hann um Eve Online, ofbeldi í tölvuleikjum og framtíð iðnaðarins.

Leikjavísir

Super Mario 25 ára í dag

Super Mario og félagar hans í samnefndum tölvuleikjum fagna 25 ára afmæli sínu í dag. 250 milljón leikir hafa verið seldir frá því fyrsti Super Mario leikurinn var gefinn út af Nintendo tölvuleikjarisanum og því er um að ræða vinsælustu tölvuleikjaröð í sögunni.

Leikjavísir

Við eigum skilið að fá athyglina

Íslenskt U21 árs landslið hefur aldrei komist í lokakeppni stórmóts í knattspyrnu. Liðið kemst skrefi nær því markmiði með sigri á Þjóðverjum í dag. Liðin gerðu 2-2 jafntefli í fyrri leiknum en þau mætast í Kaplakrika í undankeppni EM klukkan 16.15 í dag.

Leikjavísir

PS3 leikjatölvan hökkuð

Bandaríski tölvuþrjóturinn George Hotz, sem var frægur sem unglingur þegar hann hakkaði iPhone símann frá Apple, segist hafa leikið sama leikinn á PlayStation 3 leikjatölvuna vinsælu.

Leikjavísir

Mikki mús verður ofurhetja í tölvuleik

Áttatíu árum eftir að Mikki Mús var kynntur til sögunnar á hvíta tjaldinu hefur honum verið úthlutað aðalhlutverkinu í tölvuleik, Epic Mickey, sem settur verður á markað fyrir Wii-leikjatölvur Nintendo á næsta ári.

Leikjavísir

Góð þátttaka á Guitar-Hero móti

Mikill áhugi og stemmning var hjá ungu kynslóðinni fyrir óopinberu Íslandsmóti í Guitar Hero - World Tour tónlistartölvuleiknum fyrir PlayStation 3 í versluninni Sense Senter í Kringlunni um síðustu helgi. Í tilkynningu frá Sense segir að 17 lið hafi skráð sig til leiks en keppt var í 3-4 manna liðum þar sem liðsmenn spiluðu á gítar, bassa, trommur og sungu með.

Leikjavísir

Ný tegund af PlayStation 3

Ný tegund af PlayStation 3-tölvunni kemur út 1. september. Harði diskurinn hefur verið stækkaður úr 80 GB yfir í 120 GB og öll innri hönnun vélarinnar hefur verið tekin í gegn, sem skilar sér í léttara og minna umfangi.

Leikjavísir

Tetris er 25 ára

Það var árið 1984 sem þetta góðkunna hugarfóstur sovéska tölvunarfræðingsins Alexey Pajitnov leit dagsins ljós en hann skrifaði frumgerð leiksins á Elektronika 60-tölvu sem flestum þætti víst allforn gripur nú til dags.

Leikjavísir

Íslenskur tölvuleikur hlaut norrænan styrk

Átta ný verkefni sem tengjast þróun tölvuleikja hlutu styrk í síðustu umferð styrkveitinga úr Norrænu tölvuleikjaáætluninni. Þeirra á meðal er "Vikings of Thule", sem er þróað af Gogogic ehf. á Íslandi fyrir PC. Hlýtur verkefnið 400.000 danskar kr. í styrk eða sem svarar til um 8 milljónum kr..

Leikjavísir

Sony býst við minni hagnaði

Japanski hátækniframleiðandinn Sony reiknar með rúmlega helmingi minni hagnaði á árinu en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Sterkt jen, samdráttur og verðstríð við helstu keppinauta skýra niðurfærsluna.

Leikjavísir

Margar hugmyndir á Hugsprettu

Tölvukerfi til að greina umræðu á netinu er meðal þess sem kynnt var á Hugsprettu stefnumótunarfundi ungs fólks um framtíðarmöguleika Íslands sem haldinn var í dag.

Leikjavísir

Abba SingStar væntanlegur

„Ég held að þetta verði þrefalt eða fjórfalt á við vinsældir fyrri Sing­Star-diska miðað við gífurlegar vinsældir Mamma mia! og tónlistarinnar úr myndinni,“ Segir Ólafur Þór Jóelsson, vörustjóri tölvuleikja hjá Senu, um nýjasta Singstar-tölvuleikinn sem er væntanlegur á markað um miðjan nóvember. Diskurinn inniheldur 30 vinsælustu lög Abba fyrir Playstation 2 og 3, og geta eigendur þessara leikjatölva því bráðlega sungið með lögum á borð við Mamma Mia, Gimme Gimme Gimme og Dancing Queen.

Leikjavísir

Hagnaður Sony lækkar mikið

Hagnaður japanska tölvurisans Sony hefur lækkað um nær helming milli ársfjórðunga. Á öðrum ársfjórðungi nam hagnaðurinn um 26 milljörðum kr, en hann var tæplega 50 milljarðar kr. á fyrsta ársfjórðung ársins.

Leikjavísir

Viltu setjast í stól seðlabankastjóra?

Í myntsafni Seðlabanka Íslands er tölvuleikur þar sem gestir geta spreytt sig á því að sitja í stól bankastjóra Seðlabanka Íslands. Leikmenn fá upplýsingar um gang mála í efnahagslífinu og eiga að bregðast við með því að nota sömu stýritæki og bankastjóri Seðlabanka Íslands hefur á að ráða. Markmið leiksins er að halda verðlagi sem næst verðbólgumarkmiði bankans, sem er sama markmið og Seðlabanki Íslands hefur.

Leikjavísir

Á kafi í forarpytti Liberty

Hversu langt myndirðu ganga til að ná fram hefndum? Og hvað myndirðu vera tilbúinn til að gera til að upplifa hinn ameríska draum? Þetta eru spurningar sem Nico Bellic, austurevrópskur innflytjandi, þarf að svara við komuna til Ameríku.

Leikjavísir

Þúsund keyptu leik

Um eitt þúsund manns gerðu sér ferð í Elko og BT í Skeifunni aðfaranótt þriðjudags til að festa kaup á tölvuleiknum Grand Theft Auto IV.

Leikjavísir