Lífið

Fögnuðu ís­lenskri tón­list við fjöruga opnun

„Áfram íslensk tónlist,“ sagði María Rut framkvæmdastjóri nýrrar tónlistarmiðstöðvar við opnun. Tónlistarmiðstöð var formlega opnuð þann 23. apríl í nýjum höfuðstöðvum við Austurstræti 5 í Reykjavík. Á eftir var opið hús þar sem gestir gátu hitt starfsfólk miðstöðvarinnar og skoðað nýjar höfuðstöðvar.

Tónlist

Björg­ólfur og Skúli í stuði í Fen­eyjum

Einir frægustu athafnamenn landsins þeir Björgólfur Thor Björgólfsson og Skúli Mogensen njóta þessa dagana lífsins í Feneyjum ásamt eiginkonum sínum þeim Kristínu Ólafsdóttur og Grímu Björg Thorarensen. Þar fer nú fram hinn heimsfrægi Feneyjartvíæringur.

Lífið

Suzuki mun flytja inn í höll Björg­ólfs

Björgólfur Guðmundsson athafnamaður seldi í síðasta mánuði einbýlishús sitt að Vesturbrún 22 í Laugardalnum til sendiráðs Japans. Kaupverðið er 540 milljónir króna og var fasteignin afhent í síðasta mánuði.

Lífið

Flugfreyjuhattar Icelandair frá tískurisanum Balenciaga fá nýtt líf

Einkennisfatnaður Icelandair hefur flogið út um allan heim. Hann hefur þjónað hlutverki sínu til fjölda ára og tekið á móti milljónum farþega um borð. Í fyrra var nýr einkennisfatnaður tekinn í notkun og sá gamli, sem hannaður var af Steinunni Sigurðardóttur, heldur nú ferðalagi sínu áfram í annarri mynd.

Lífið

Ekki lengur smeykur við að deila kast­ljósinu með Katrínu

Gunnar Sigvaldason doktorsnemi í stjórnmálafræði og eiginmaður Katrínar Jakobsdóttur forsetaframbjóðanda segir að sér hafi alltaf þótt gott að láta lítið á sér bera. Það hafi ekki síst verið til að vernda strákana þeirra þrjá, þá Jakob, Illuga og Ármann Áka. Gunnar segir að af einhverjum ástæðum hafi fólk mikinn áhuga á honum.

Lífið

Jón Jóns­son selur glæsihús á Sel­tjarnar­nesi

Söngvarinn og raunveruleikaþáttastjarnan Jón Jónsson hefur sett húsið sitt að Lindarbraut 19 á Seltjarnarnesi á sölu. Um er að ræða einstaklega fallegt einbýlishús á tveimur hæðum með bílskúr, verönd, heitum potti og góðri grillaðstöðu.

Lífið

Kyn­ferðis­legt ofbeldi: Kynlíf eftir á­föll

Áföll og þungbær reynsla hefur ýmiss konar áhrif á fólk og jafnvel þótt tveir einstaklingar upplifi nákvæmlega sama áfallið getur upplifun fólks verið mismunandi og ekki öll sem upplifa sömu afleiðingar eða einkenni eftir atburðinn.

Lífið

Karla­kórinn Esja tók frægasta slagara Backstreet Boys

Karlakórinn Esja hélt Bangsasúputónleikana sína í Háteigskirkju um helgina og voru þeir vel sóttir. Mesta athygli vakti magnaður flutningur þeirra á frægasta slagara Backstreet Boys, I Want it That Way. Myndband af flutningnum á strákabandsslagaranum hefur vakið gríðarlega athygli. 

Lífið

Steggjun endaði á árs­há­tíð RÚV

Nánast allir landsmenn nutu lífsins síðastliðna viku. Hækkandi sól og hærra hitastig á sama tíma og nánast allar árshátíðir landsins og önnur gleði á sama tíma. Það var allskonar í gangi.

Lífið

Hefur hannað fyrir Miley Cyrus og Erykah Badu

Textílhönnuðurinn Ýr Jóhannsdóttir eða Ýrúrarí hefur vakið mikla athygli víðs vegar um heiminn fyrir einstakar peysur sínar en hennar einkenni er að gefa gölluðum flíkum nýtt og flottara líf. Mynd af peysu Ýrar fór sem eldur um sinu um Internetið fyrir nokkrum árum og leiddi það meðal annars af sér viðskipti við Miley Cyrus og Erykah Badu og viðtal við Vogue. Blaðamaður ræddi við Ýr eða Ýrúrarí en hún verður með sýningu á HönnunarMars í ár.

Tíska og hönnun

Sam­vinna og hryllingur í GameTíví

Strákarnir í GameTíví munu þurfa að láta reyna á bæði taugarnar og samvinnuna í kvöld. Fyrst munu strákarnir prófa leikinn Content Warning en því næst ætla þeir í hryllingsleikinn Don't Scream.

Leikjavísir

Ís­lensk skart­gripa­hönnun á besta stað í New York

„Okkur þykir þetta vera mikill heiður og það er mjög spennandi fyrir lítið íslenskt fyrirtæki að fá svona tækifæri,“ segir gullsmiðurinn Rós Kristjánsdóttir. Hún á skartgripafyrirtækið Hik&Rós ásamt Helga Kristinssyni gullsmíðameistara en þau voru nýlega að byrja að selja hönnun sína í glæsilega verslun á besta stað í New York borg.

Tíska og hönnun