Sport

Yngst á þessari öld til að komast í undan­úr­slit

Hin 17 ára gamla Mirra Andreeva er komin í undanúrslit Opna franska meistaramótsins í tennis. Hún er yngsti keppandi risamóts til að komast svo langt síðan Marina Hingis gerði það á Opna bandaríska árið 1997, þá 16 ára gömul.

Sport

Heldur út í at­vinnu­mennsku og ætlar sér fast sæti í lands­liðinu

Komið er að tíma­mótum á ferli skyttunnar ungu, Þor­steins Leós Gunnars­sonar. Hann kveður nú upp­eldis­fé­lag sitt Aftur­eldingu með trega og heldur út í at­vinnu­mennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Mark­mið Þor­steins næstu árin á hans ferli snúa mikið að ís­lenska lands­liðinu. Hann ætlar sér að verða fasta­maður í því liði.

Handbolti

Maddi­son fer ekki með Eng­landi á EM

James Maddison, miðvallarleikmaður Tottenham Hotspur í ensku úrvalsdeildinni, verður ekki í flugvélinni þegar enska landsliðið heldur til Þýskalands á Evrópumót karla í knattspyrnu sem þar fer fram frá 19. júní til 14. júlí næstkomandi.

Fótbolti

Stór fáni af Pétri dreginn upp í Stokk­hólmi: „Farið til hel­vítis“

Segja má að Pétur Marteins­son, fyrr­verandi at­vinnu- og lands­liðs­maður í fótbolta, hafi skilið eftir sig al­vöru fót­spor hjá sænska úr­vals­deildar­fé­laginu Hammar­by eftir tíma sinn þar sem leik­maður. Það sýndi sig einna best um ný­liðna helgi er gríðar­stór fáni, mynd af honum á eftir­minni­legri stundu, var dreginn upp í einni af stúkum Tele2 leik­vangsins í Stokk­hólmi. Pétur fékk veður af þessu og hefur gaman að, segir þetta til marks um ríginn sem ríkir milli þessara nágranna í Stokkhólmi.

Fótbolti