Fréttamynd

Kaup­máttur jókst á milli ára

Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna heimila á mann hafi aukist um 2,8 prósent í fyrra borið saman við árið 2023. Á sama tímabili jókst verðbólga um 5,9 prósent. Laun hækkuðu um 6,6 prósent að meðaltali á milli ára í fyrra.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð



Fréttamynd

Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu

Asíski markaðurinn lækkaði í kjölfar stórfelldra tollahækkana Bandaríkjanna í nótt. Markaðsvirði tæknirisanna sjö lækkaði um 760 milljarða dala og gull náði nýjum hæðum meðan olíuverð lækkaði um þrjú prósent. Evrópskum mörkuðum er spáð sambærilegum lækkunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Bæði von­brigði og léttir

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir bæði ákveðnum vonbrigðum og létti vegna ákvörðunar Donalds Trumps Bandaríkjaforseta að leggja tíu prósenta lágmarkstoll á innfluttar vörur frá öllum ríkjum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Stjórnin telur RÚV enn vera of skuld­sett

Stjórn Ríkisútvarpsins ohf telur að RÚV enn vera of skuld sett og mun halda áfram að leita varanlegra lausna á skuldsetningu þess. Þetta sé þrátt fyrir margvíslegar aðgerðir á undanförnum árum sem leitt hafi til skuldalækkunar. Tap á rekstri Ríkisútvarpsins nam 188 milljónum króna á árinu 2024.

Viðskipti innlent