Fréttamynd

Marg­föld umframáskrift en út­boðið ekki stækkað í bili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ekki tekið ákvörðun um að stækka útboðið í Íslandsbanka. Áskriftir bárust samdægurs í tuttugu prósenta hlut sem boðinn var út í fyrradag og í heild hefur margföld umframáskrift borist í hlutinn. Heimild til að stækka útboðið kann að verða nýtt í ljósi þessa.

Viðskipti innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Bjarni nýr fram­kvæmda­stjóri RVK Bruggfélags

Bjarni Þór Logason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags. Bjarni kemur þaðan frá Heimkaupum þar sem hann var innkaupastjóri. Bjarni kom einnig að opnun verslunar Prís í Kópavogi. Áður starfaði hann sem rekstrarstjóri hjá Ölgerðinni, RJC og Líflandi.

Viðskipti innlent


Fréttamynd

Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum

Forsvarsmenn tæknirisans Apple eru búnir að taka skref í átt að því að gera fólki kleift að stýra snjalltækjum fyrirtækisins með heilabylgjum. Með því að setja litlar tölvur í heila fólks sem greina geta rafboð í heilanum og túlkað þau á að verða hægt að stýra tækjum með hugsunum.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Dregur úr tapi og not­endum fjölgar um 66 pró­sent

Tap ársins hjá Indó nam tæpum 281 milljón króna á síðasta ári en var tæplega 327 milljónir árið á undan. Virkir kortanotendur hjá Indó voru rúmlega 57 þúsund í lok síðasta árs og fjölgaði þeim um 66 prósent á milli ára. Þá jókst kortaveltan um 136 prósent á síðasta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráðu­neytið ræður fjögur ís­lensk fjár­mála­fyrir­tæki vegna sölunnar á Ís­lands­banka

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur ráðið fjórar innlendar fjármálastofnanir sem söluaðila vegna fyrirhugaðs útboðs á hlutum ríkisins í Íslandsbanka. Í síðustu viku greindi ráðuneytið frá ráðningu fjögurra erlendra söluaðila vegna útboðsins en nú bætast Arctica Finance, Arion banki, Kvika banki og Landsbankinn í hópinn.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Sjó­vá fundaði með PPP en af­þakkaði þjónustu

Tryggingafyrirtækið Sjóvá hefur staðfest að PPP hélt kynningu fyrir starfsfólk félagsins á sama tíma og fyrirtækið vann að rannsókn á fyrrum eigendum og stjórnendum Sjóvár fyrir sérstakan saksóknara. Samkvæmt yfirlýsingu frá Sjóva fjallaði kynning PPP um hvort það gæti aðstoðað við rannsókn mögulegra tryggingasvika.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ofurtollarnir lækkaðir tíma­bundið

Bandaríkin og Kína hafa komist að samkomulagi í tollastríði landanna. Eftir samningaviðræður sem fram fóru í Sviss alla helgina er niðurstaðan sú að lækka ofurtollana sem komnir voru á innflutning á milli landanna um 115 prósent næstu níutíu dagana.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Ríkið eignast hlut í Norwegian

Norska ríkið mun eignast hlut í norska flugfélaginu Norwegian og mun fara með 6,37% hlutafjár í félaginu þegar viðskiptin hafa gengið í gegn. Í heimsfaraldri covid-19 veitti ríkið flugfélaginu neyðarlán en í stað þess að félagið greiði lánið til baka að fullu fær ríkið hlut í fyrirtækinu.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Hrósæfingar fyrir vinnu­staði, gryfjur og góð ráð

„Jú, það er kynslóðamunur á fólki þegar kemur að hrósi. Því elsta kynslóðin á vinnumarkaði er kynslóð sem fékk ekki hrós heldur ólst upp við setningar eins og „Engar fréttir eru góðar fréttir,“ segir Ingrid Kuhlman þjálfari, ráðgjafi og framkvæmdastjóri Þekkingarmiðlunar.

Atvinnulíf