Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Nova hefur eignast 20 prósenta hlut í Dineout ásamt því að taka sæti í stjórn félagsins. Inga Tinna Sigurðardóttir, stofnandi og forstjóri Dineout, og Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- og forstjóri Nova, undirrituðu samning um kaupin í dag. Viðskipti innlent 23.4.2025 09:06
Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Malasíska félagið Berjaya Food Berhad mun opna tvö kaffihús hér á landi undir merkjum Starbucks og mun það fyrsta opna í maí næstkomandi. Viðskipti innlent 23.4.2025 08:23
Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Elon Musk, einn auðugasti maður heims og náinn bandamaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að draga verulega úr störfum sínum fyrir Trump í næsta mánuði. Í staðinn ætlar hann að einbeita sér að rekstri rafmagnsbílafyrirtækisins Tesla, sem birti í dag mjög neikvætt ársfjórðungsuppgjör. Viðskipti erlent 22.4.2025 22:53
Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent 22.4.2025 15:29
Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Vinsældir Dúbaí-súkkulaðis, sem hefur tröllriðið samfélagsmiðlum, hafa leitt til heimsskorts á pistasíuhnetum sem eru aðallega ræktaðar í Bandaríkjunum og Íran. Viðskipti erlent 19.4.2025 23:33
Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Sólveig Ása Tryggvadóttir, framkvæmdastjóri stuðningsfélagsins Krafts, kemst ekki í gang fyrr en hún er búin með fyrsta kaffibollann á morgnana. Og fer þá líka alla leið; fær sér kaffi að ítölskum sið með flóaðri mjólk. Sólveig viðurkennir að elska línulega dagskrá á RÚV. Atvinnulíf 19.4.2025 10:00
Hvar er opið um páskana? Páskahelgin er runninn upp sem þýðir breyttir opnunartímar ýmissa verslana um allt land. Hægt er að taka Strætó, sem gengur ýmist eftir laugardags- eða sunnudagsáætlun, í verslanir eða sundlaugar sem eru margar hverjar opnar yfir helgina. Neytendur 17.4.2025 10:20
Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ „Erum við hér að tala við verðandi forseta Íslands eða ráðherra?“ er fyrsta spurningin til þeirra systkina Valtýs Arnar, Elínar Höllu og Ólafs Helga Kjartansbarna. Því öll hafa þau sinnt hlutverki forseta málfundafélagsins Framtíðar í MR. Atvinnulíf 17.4.2025 08:02
Spotify liggur niðri Þjónusta Spotify hefur ekki verið aðgengileg síðan í hádeginu. Tónlistarstreymisveitan segist meðvituð um vandamálið sem unnið sé að því að leysa. Neytendur 16.4.2025 13:45
Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Elísabet Austmann og Bergsveinn Guðmundsson hafa tekið við nýjum stöðum markaðsstjóra hjá Ölgerðinni. Elísabet hefur tekið við stöðu markaðsstjóra óáfengra drykkja og Bergsveinn markaðsstjóra áfengra drykkja. Viðskipti innlent 16.4.2025 11:19
Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Stefnt er að kolefnishlutleysi skipaflota heimsins fyrir miðja öldina í samkomulagi sem aðildarríki Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar samþykktu í síðustu viku. Skip sem losa of mikið verða sektuð en þeim sem draga úr losun verður umbunað. Viðskipti erlent 16.4.2025 10:50
Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti með hlutabréf kauphallarsjóðsins GlacierShares Nasdaq Iceland ETF eru hafin á Nasdaq markaðinum í Bandaríkjunum. Það er fyrsti kauphallarsjóðinn sem er skráður erlendis sem fjárfestir í íslenskum hlutabréfum. Viðskipti innlent 16.4.2025 08:32
Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Isavia stefnir að því að hækka gjaldtöku fyrir leigubílstjóra sem stöðva við flugstöðina til að sækja farþega. Hækka á gjaldið til að geta ráðið starfsmenn til að sinna gæslu við leigubílastöðina og aðstoða farþega við að finna sér leigubíl. Öryggisgæsla við leigubílasvæðið hefst 1. maí á háannatíma en hærri gjaldtaka síðar. Neytendur 16.4.2025 07:53
Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi sendu í dag atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Formaður samtakanna segir að þau gagnrýni vinnubrögð ráðuneytisins í málinu og einhliða tilkynningar, ekkert samtal sé í gangi á milli sjávarútvegs og stjórnvalda. Viðskipti innlent 15.4.2025 12:03
VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi VÍS opnar í sumar aftur þjónustuskrifstofu á Akranesi. Í tilkynningu frá VÍS kemur fram að skrifstofan verði að Dalbraut 1, í sama húsnæði og Íslandsbanki. Tilkynnt var um samstarf VÍS og Íslandsbanka í janúar. Með samstarfinu njóta viðskiptavinir beggja félaga sérstaks ávinnings í vildarkerfum. VÍS hefur ekki rekið skrifstofu á Akranesi frá árinu 2018. Viðskipti innlent 15.4.2025 11:36
KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti OK býður nú upp á nýja þjónustu sem byggir á varaleið Farice um gervihnetti. Lausnin tryggir lágmarksnetsamband við útlönd ef fjarskiptasamband um alla sæstrengi við Ísland rofnar. Þjónustan er sérstaklega hönnuð með mikilvæga innviði og stofnanir í huga og veitir þeim aukið öryggi í fjarskiptum. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:52
Jón Guðni tekur við formennsku Á aðalfundi Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu, sem fór fram í síðustu viku, var Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, kjörinn formaður stjórnar samtakanna. Viðskipti innlent 15.4.2025 09:43
Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Carmen Maja Valencia, klínískur sálfræðingur og sérfræðingur í vinnuvernd hjá Auðnast, segir óljósar starfslýsingar algengustu ástæðu gremju og togstreitu á vinnustöðum. Hún segir samskiptasáttmála mikilvæga innan fyrirtækja svo fólk viti hvað megi og hvað ekki. Viðskipti innlent 15.4.2025 08:56
Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Sprenging hefur orðið í sölu á húskubbum framleiddum úr frauðplasti og eru verktakar og einstaklingar að átta sig á kostum þess að byggja úr húskubbum framleiddum á Íslandi. Samstarf 15.4.2025 08:48
Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti Sigurjón Örn Ólafsson hefur tekið við sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs Kletts. Hann tekur við af Sveini Símonarsyni, sem hefur stýrt þjónustusviðinu frá stofnun félagsins. Viðskipti innlent 15.4.2025 08:10
„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa sent atvinnuvegaráðuneytinu athugasemdir við frumvarpsdrög um breytingar á lögum um veiðigjald. Samtökin telja frumvarpið „ganga í berhögg við stjórnarskrá“ og segja ráðuneytinu hafa skeikað milljörðum í útreikningi á heildarhækkun veiðigjaldsins. Viðskipti innlent 15.4.2025 07:58
Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs „Ísland hefur mikið fram að færa á sviði jafnréttismála og á okkur er hlustað á alþjóðavettvangi í þeim efnum,” segir Katrín Jakobsdóttir, stjórnarformaður nýs Rannsóknarseturs um jafnrétti í efnahags- og atvinnulífi og fyrrum forsætisráðherra. Atvinnulíf 15.4.2025 07:03
Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskiptavinir Play sem áttu bókuð flug til valdra áfangastaða í Króatíu, Þýskalandi og Madeiru í sumar hafa fengið tilkynningu um að fluginu hafi verið aflýst. Leiðkerfi félagsins í sumar verður breytt vegna breytinga á flugvélakosti. Viðskipti innlent 14.4.2025 18:44
Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Ný stjórn Landsvirkjunar var kjörin á aðalfundi Landsvirkjunar í dag, samkvæmt tillögu fjármála- og efnahagsráðherra. Brynja Baldursdóttir er nýr stjórnarformaður. Viðskipti innlent 14.4.2025 15:47
Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Rúm 80 prósent þjóðarinnar vilja að veiðigjöld taki mið af raunverulegu aflaverðmæti. Það eru niðurstöður könnunar sem Gallup framkvæmdi fyrir félagasamtökin Þjóðareign. Þar var spurt hversu hlynnt eða andvígt fólk væri því að útgerðin greiði gjald sem taki mið af raunverulegu aflaverðmæti fyrir afnot af fiskimiðunum. Viðskipti innlent 14.4.2025 11:21