Rétt ákvörðun Ólafs Ragnars 28. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun