Rangt stríð í sviðsljósinu 7. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun