Rangt stríð í sviðsljósinu 7. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Vofa Víetnamstríðsins er ljóslifandi í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum þótt liðin séu nærri þrjátíu ár síðan þátttöku þeirra í stríðsrekstrinum lauk. Þetta hefur leitt til þess að veruleiki stríðsins í Írak, sem ætti að vera eitt helsta umræðuefni kosningabaráttunnar, hverfur í skuggann. Það var John Kerry, forsetaefni demókrata, sem setti Víetnamstríðið á dagskrá kosninganna. Hann var sjálfboðaliði í herliði Bandaríkjanna í Víetnam í nokkra mánuði í lok sjöunda áratugarins og hlaut þrjár orður fyrir frækna framgöngu. Líklegt er að Kerry hafi viljað leggja áherslu á hugprýði sína í samhengi við orðasveim um að George Bush, núverandi forseti, hafi með klíkuskap komið sér undan herþjónustu í Víetnam. Þá hefur Kerry látið þau orð falla að maður sem tekið hafi þátt í stríði eins og hann eigi auðveldara með að stýra herafla Bandaríkjanna og skilja þarfir hans en maður sem enga reynslu hefur af vígvellinum. Vandi Kerrys er hins vegar sá að eftir að hann kom heim frá Víetnam gerðist hann einn ákveðnasti andstæðingur styrjaldarinnar og þátttöku Bandaríkjamanna í henni. Hann lét þá þung orð falla um framferði bandarískra hermanna og taldi sig hafa vitneskju um að ýmsir í þeirra hópi hefðu orðið berir að stríðsglæpum. Þessi orð hafa margir fyrrverandi hermenn frá Víetnam átt erfitt með að fyrirgefa honum. Þeir eru nú fjölmennur og öflugur þrýstihópur í Bandaríkjunum. Þeim finnst Kerry hafa logið upp á þá sökum. Segja má að þeir hafi verið á eftir honum allt frá því að hann hóf stjórnmálaafskipti á áttunda ártugnum. Þótt Kerry hefði ekki sett Víetnam á dagskrá kosningabaráttunnar hefðu þessir fyrrverandi hermenn gert það eins og sjónvarpsauglýsingin illræmda og bókin Unfit for Command eru til marks um. En ekki er víst að herferðin gegn Kerry hefði orðið sá smellur og miðdepill athygli sem raun ber vitni ef hann hefði ekki sjálfur plægt jarðveginn. Ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Kerrys að þátttaka hans í Víetnamstríðinu geri hann hæfari en Bush forseta til að vera leiðtogi Bandaríkjanna. Fyrir utan það hve þversagnarkenndur þessi málflutningur er í ljósi þess að Kerry var einn nafnkunnasti andstæðingur stríðsins er rétt að hafa í huga að eðli og skipulag hernaðar og hernaðarbúnaður allur hefur tekið grundvallarbreytingum á undanförnum árum og áratugum. Ósennilegt er að nokkurn markverðan lærdóm megi draga af stríðsrekstrinum í Víetanam fyrir nútímaátök. Bandaríkjamenn ættu frekar að tala um Írak en Víetnam nú þegar þeir ganga að kjörborðinu til að ákveða hver utanríkis- og hermálastefna landsins verður næstu fjögur árin. Þar er hins vegar sá vandi að Kerry var stuðningsmaður innrásarinnar og hefur ekki veitt trúverðug svör við því hvert hann stefni í málefnum Íraks verði hann kjörinn forseti. Hann hefur gagnrýnt Bush og gert mikið úr óförum hersins í Írak en enga leiðsögn veitt um hvernig hann sjálfur hugsi sér að halda á málum. Bandaríkjamenn hafa því enga skýra valkosti í Íraksmálinu, einu mikilvægasta máli samtímans, og sitja uppi með fáránlegar deilur um þrjátíu ára gamalt stríð.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun