Látið jafnt yfir alla ganga 13. október 2005 14:41 Fulltrúi Kennarasambandsins í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara segist hafa hafnað öllum umsóknum um undanþágu, á þeirri forsendu að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að sækja á ný um undanþágu, dragist verkfallið á langinn. Á anna tug umsókna hefur borist undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara. Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum hefur verið hafnað og er óttast að neyðarástandi kunni að skapast á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni, annars vegar frá kennurum og hins vegar frá sveitarfélögunum, og þar sem þá greindi á um niðurstöðurnar var öllum umsóknunum hafnað. Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Kennarasambandsins, telur ekki forsendur til að veita undanþágur. Hún segir það ekki talið neyðarástand þegar starfsdagar grunnskólakennara séu, né í páska-, jóla- eða sumarleyfum, og á þeirri forsendu hafi hún tekið þá ákvörðun að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga og hafa sem meginreglu að hafna umsóknunum. Sigurður Óli Kolbeinsson, fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, taldi þarna vera um neyðarástand að ræða fyrir börnin og foreldra þeirra, líkt og var t.d. fallist á um einhverfa nemendur í verkfallinu árið 1995. Þórarna segist ekki geta sagt til um hvort það hafi verið mistök að veita þá undanþágu, enda hafi önnur nefnd verið að verki þá. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira
Fulltrúi Kennarasambandsins í undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara segist hafa hafnað öllum umsóknum um undanþágu, á þeirri forsendu að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga. Hún segir ekkert því til fyrirstöðu að sækja á ný um undanþágu, dragist verkfallið á langinn. Á anna tug umsókna hefur borist undanþágunefnd vegna verkfalls grunnskólakennara. Öllum undanþágubeiðnum um að kenna fötluðum börnum hefur verið hafnað og er óttast að neyðarástandi kunni að skapast á heimilum margra barnanna. Tveir fulltrúar eiga sæti í nefndinni, annars vegar frá kennurum og hins vegar frá sveitarfélögunum, og þar sem þá greindi á um niðurstöðurnar var öllum umsóknunum hafnað. Þórarna Jónasdóttir, fulltrúi Kennarasambandsins, telur ekki forsendur til að veita undanþágur. Hún segir það ekki talið neyðarástand þegar starfsdagar grunnskólakennara séu, né í páska-, jóla- eða sumarleyfum, og á þeirri forsendu hafi hún tekið þá ákvörðun að láta jafnt yfir alla grunnskólakennara ganga og hafa sem meginreglu að hafna umsóknunum. Sigurður Óli Kolbeinsson, fulltrúi sveitarfélaga í undanþágunefnd, taldi þarna vera um neyðarástand að ræða fyrir börnin og foreldra þeirra, líkt og var t.d. fallist á um einhverfa nemendur í verkfallinu árið 1995. Þórarna segist ekki geta sagt til um hvort það hafi verið mistök að veita þá undanþágu, enda hafi önnur nefnd verið að verki þá.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Innlent Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Fleiri fréttir Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Sjá meira