Stafar Evrópu hætta af Tyrkjum? 11. október 2004 00:01 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í vikunni sem leið grænt ljós á að formlegar viðræður hæfust við stjórnvöld í Tyrklandi um aðild landsins að sambandinu. Endanleg ákvörðun er í höndum leiðtoga ESB sem koma saman til fundar í desember. Allar líkur eru á því að þeir staðfesti samþykkt framkvæmdastjórnarinnar. Viðræðurnar hefjast þá einhvern tímann á næsta ári; fyrri hluta árs segja Tyrkir vongóðir, seinni hluta árs segja raunsæismenn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Og hve langan tíma munu þær taka? Hvað er langt þangað til Tyrkland með sína 70 milljón íbúa, flesta játandi múhameðstrú, verður orðið eitt af ríkjum ESB? Það mun taka langan tíma, talað er um tíu ár, sumir nefna fimmtán. Tyrklandi verður nefnilega ekki hleypt inn í Evrópusambandið fyrr en það hefur sagt skilið við ýmislegt í fortíð sinni og öruggt verður talið að þar ríki stöðugleiki, traust lýðræði, réttlátt dómskerfi, frjálst markaðshagkerfi og fullt skoðanafrelsi. Á öllum þessum sviðum hefur tyrknesku samfélagi verið ábótavant þó að því hafi hins vegar farið fram á síðustu árum. En betur má ef duga skal segja eftirlitsmenn Evrópusambandsins. Spurt er hér að ofan hvort Evrópu stafi hætta af Tyrkjum. Hvers vegna? Hvað býr á bak við svo ögrandi spurningu? Hvaða hættur gætu falist í aðild Tyrkja að Evrópusambandinu? Um svörin við spurningunni er deilt af miklum ákafa og hita um alla Evrópu. Deilurnar ná inn í ríkisstjórnir Evrópusambandslanda og til embættismanna í Brussel. Það eru einkum fimm atriði sem menn nefna þegar þeir viðra efasemdir um aðild Tyrkja. Í fyrsta lagi ástand mannréttinda í landinu sem er enn óviðunandi þótt þokast hafi í rétta átt á síðustu árum. Í öðru lagi nefna menn að tyrkneskt vinnuafl muni flæða yfir Evrópu og valda uppnámi á evrópskum vinnumarkaði. Í þriðja lagi að íslömsk áhrif geti skaðað kristna menningu í Evrópu og skapað átök milli ólíkra menningarheima. Í fjórða lagi að vegna fátæktar sinnar muni Tyrkland soga til sín megnið af styrkjum og niðurgreiðslum Evrópusambandsins og jaf nvel reynast fjárhag þess ofviða Loks óttast menn að Tyrkjum muni ekki auðnast að gæta landamæra sinna sem liggja að ríkjum araba og í gegnum Tyrkland muni alls kyns hópar, jafnt hryðjuverkamenn sem atvinnuleysingjar, eiga greiða leið til Evrópu. Áhyggjur af þessu tagi eru útbreiddar meðal kjósenda í ríkjum Erópusambandsins. Skoðanakannanir sýna að meirihluti fólks í flestum löndunum er andvígur aðild Tyrkja. Þetta hefur leitt til þess að ýmsir stjórnmálaleiðtogar, svo sem Chirac Frakklandsforseti, sem lýst hafa yfir stuðningi við aðild Tyrkja, hafa lofað því að þeir fái ekki aðild fyrr en um það hafi verið kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin ríkjandi skoðun meðal stjórnmálaforingja og álitsgjafa í Evrópu er þó að aðild Tyrkja að Erópusambandinu hefði fleiri kosti en galla, að því tilskyldu að þeir næðu að uppfylla aðildarskilmálana sem eru strangir. Í því sambandi benda menn á að með íslamskt ríki innanborðs sé Evrópusambandið og hinn vestræni heimur í sterkari og vinsamlegri stöðu en áður gagnvart arabaríkjum og öðrum íslömskum löndum. Tyrkland innan ESB muni getað vísað þessum ríkjum veginn til lýðræðis, frelsis og markaðshagkerfis. Og tyrkneski herinn er öflugur og mundi skipta máli fyrir varnarstöðu Evrópu. Tyrkir hafa runar verið í Atlantshafsbandalaginu um áratugaskeið. Þá er bent á að tyrkneskur markaður skapi ekki síður sóknarfæri en hættur fyrir evrópskt viðskipta- og atvinnulíf. Spurningin um aðild Tyrklands er ekki eina hitamálið sem rætt er og snýr að Evrópusambandinu. Tekist er á um fyrirhugaða stjórnarskrá sambandsins og sýnist sitt hverjum um nauðsyn hennar og inntak. Er ljóst að hún verður ekki staðfest fyrr en greidd hafa verið um hana atkvæði í nokkrum aðildarríkjanna. Óljóst er um hver útkoman úr slíkum kosningum yrði. Vaxandi óánægja er með þróun ýmissa mála innan Evrópusambandsins í þeim ríkjum sem þar hafa ráðið ferðinni frá upphafi, ekki síst Frakklandi og Þýskalandi. Málsmetandi menn eru farnir að spyrja sig hvort Evrópusambandið sé ef til vill að verða of stórt og ósamstíga til að geta skapað sér stöðu við hlið stórvelda eins og Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússlands. Menn velta því fyrir sér hvort of geist hafi farið í stækkun sambandsins og hvort hyggilegt sé að vinna að enn frekari stækkun – hvað þá jafn umdeildri og aðild Tyrkja – meðan ekki hefur tekist að leiða til lykta þær grundvallarspurningar um eðli og starfshætti sambandsins sem stjórnarskrármálið snýst um.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í vikunni sem leið grænt ljós á að formlegar viðræður hæfust við stjórnvöld í Tyrklandi um aðild landsins að sambandinu. Endanleg ákvörðun er í höndum leiðtoga ESB sem koma saman til fundar í desember. Allar líkur eru á því að þeir staðfesti samþykkt framkvæmdastjórnarinnar. Viðræðurnar hefjast þá einhvern tímann á næsta ári; fyrri hluta árs segja Tyrkir vongóðir, seinni hluta árs segja raunsæismenn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Og hve langan tíma munu þær taka? Hvað er langt þangað til Tyrkland með sína 70 milljón íbúa, flesta játandi múhameðstrú, verður orðið eitt af ríkjum ESB? Það mun taka langan tíma, talað er um tíu ár, sumir nefna fimmtán. Tyrklandi verður nefnilega ekki hleypt inn í Evrópusambandið fyrr en það hefur sagt skilið við ýmislegt í fortíð sinni og öruggt verður talið að þar ríki stöðugleiki, traust lýðræði, réttlátt dómskerfi, frjálst markaðshagkerfi og fullt skoðanafrelsi. Á öllum þessum sviðum hefur tyrknesku samfélagi verið ábótavant þó að því hafi hins vegar farið fram á síðustu árum. En betur má ef duga skal segja eftirlitsmenn Evrópusambandsins. Spurt er hér að ofan hvort Evrópu stafi hætta af Tyrkjum. Hvers vegna? Hvað býr á bak við svo ögrandi spurningu? Hvaða hættur gætu falist í aðild Tyrkja að Evrópusambandinu? Um svörin við spurningunni er deilt af miklum ákafa og hita um alla Evrópu. Deilurnar ná inn í ríkisstjórnir Evrópusambandslanda og til embættismanna í Brussel. Það eru einkum fimm atriði sem menn nefna þegar þeir viðra efasemdir um aðild Tyrkja. Í fyrsta lagi ástand mannréttinda í landinu sem er enn óviðunandi þótt þokast hafi í rétta átt á síðustu árum. Í öðru lagi nefna menn að tyrkneskt vinnuafl muni flæða yfir Evrópu og valda uppnámi á evrópskum vinnumarkaði. Í þriðja lagi að íslömsk áhrif geti skaðað kristna menningu í Evrópu og skapað átök milli ólíkra menningarheima. Í fjórða lagi að vegna fátæktar sinnar muni Tyrkland soga til sín megnið af styrkjum og niðurgreiðslum Evrópusambandsins og jaf nvel reynast fjárhag þess ofviða Loks óttast menn að Tyrkjum muni ekki auðnast að gæta landamæra sinna sem liggja að ríkjum araba og í gegnum Tyrkland muni alls kyns hópar, jafnt hryðjuverkamenn sem atvinnuleysingjar, eiga greiða leið til Evrópu. Áhyggjur af þessu tagi eru útbreiddar meðal kjósenda í ríkjum Erópusambandsins. Skoðanakannanir sýna að meirihluti fólks í flestum löndunum er andvígur aðild Tyrkja. Þetta hefur leitt til þess að ýmsir stjórnmálaleiðtogar, svo sem Chirac Frakklandsforseti, sem lýst hafa yfir stuðningi við aðild Tyrkja, hafa lofað því að þeir fái ekki aðild fyrr en um það hafi verið kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin ríkjandi skoðun meðal stjórnmálaforingja og álitsgjafa í Evrópu er þó að aðild Tyrkja að Erópusambandinu hefði fleiri kosti en galla, að því tilskyldu að þeir næðu að uppfylla aðildarskilmálana sem eru strangir. Í því sambandi benda menn á að með íslamskt ríki innanborðs sé Evrópusambandið og hinn vestræni heimur í sterkari og vinsamlegri stöðu en áður gagnvart arabaríkjum og öðrum íslömskum löndum. Tyrkland innan ESB muni getað vísað þessum ríkjum veginn til lýðræðis, frelsis og markaðshagkerfis. Og tyrkneski herinn er öflugur og mundi skipta máli fyrir varnarstöðu Evrópu. Tyrkir hafa runar verið í Atlantshafsbandalaginu um áratugaskeið. Þá er bent á að tyrkneskur markaður skapi ekki síður sóknarfæri en hættur fyrir evrópskt viðskipta- og atvinnulíf. Spurningin um aðild Tyrklands er ekki eina hitamálið sem rætt er og snýr að Evrópusambandinu. Tekist er á um fyrirhugaða stjórnarskrá sambandsins og sýnist sitt hverjum um nauðsyn hennar og inntak. Er ljóst að hún verður ekki staðfest fyrr en greidd hafa verið um hana atkvæði í nokkrum aðildarríkjanna. Óljóst er um hver útkoman úr slíkum kosningum yrði. Vaxandi óánægja er með þróun ýmissa mála innan Evrópusambandsins í þeim ríkjum sem þar hafa ráðið ferðinni frá upphafi, ekki síst Frakklandi og Þýskalandi. Málsmetandi menn eru farnir að spyrja sig hvort Evrópusambandið sé ef til vill að verða of stórt og ósamstíga til að geta skapað sér stöðu við hlið stórvelda eins og Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússlands. Menn velta því fyrir sér hvort of geist hafi farið í stækkun sambandsins og hvort hyggilegt sé að vinna að enn frekari stækkun – hvað þá jafn umdeildri og aðild Tyrkja – meðan ekki hefur tekist að leiða til lykta þær grundvallarspurningar um eðli og starfshætti sambandsins sem stjórnarskrármálið snýst um.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun