Óeðlileg tengsl? Guðmundur Magnússon skrifar 3. febrúar 2005 00:01 Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Þegar Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands lýsti á dögunum yfir stuðningi við formannsframboð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í Samfylkingunni varð af því nokkurt uppnám. Stuðningsmenn Össurar voru ósáttir og töldu að verið væri að misnota verkalýðshreyfinguna í þágu keppinautarins. Höfðu ýmsir skilið Gylfa þannig að Alþýðusambandið styddi framboð Ingibjargar Sólrúnar. Fram komu síðan aðrir áhrifamenn í verkalýðshreyfingunni og kváðust styðja Össur.Utan Samfylkingarinnar stöldruðu menn við þessar flokkspólitísku yfirlýsingar frammámanna í verkalýðshreyfingunni. Upp úr því hefur sprottið umræða um tengsl verkalýðshreyfingar og stjórnmálaflokka. Hafa forystumenn nokkurra verkalýðsfélaga komið í fjölmiðla til að leggja áherslu á að kjarabaráttan eigi að vera fagleg og ekki megi blanda verkalýðsfélögunum, hvað þá heildarsamtökum þeirra, Alþýðusambandinu, inn í flokkspólitíska baráttu. Í árdaga íslenskrar verkalýðshreyfingar var enginn greinarmunur gerður á stjórnmálabaráttu og kjarabaráttu. Í samræmi við norræna hefð voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið eitt og sama fyrirbærið og hélst sú skipan frá stofnun 1916 til 1940 þegar skorið var á tengslin vegna mikillar óánægju með þau. Blasir líka við hve afkáraleg sú skipan er að stéttarfélag eða samband sem semur um kaup og kjör í krafti skylduaðildar verkafólks sé jafnframt stjórnmálaflokkur sem kannski aðeins hluti félagsmanna styður. Þrátt fyrir hinn formlega aðskilnað kjarabaráttu og stjórnmála var mjög rík hneigð innan verkalýðshreyfingarinnar að beita henni í þágu stjórnmálabaráttunnar. Árið 1956 mátti heita að Alþýðubandalagið, sem þá var kosningabandalag Sósíalistaflokksins og klofningsmanna úr Alþýðuflokknum, og Alþýðusambandið væru runnin saman í eina hreyfingu, en í þingkosningunum þetta ár lýsti ASÍ yfir stuðningi við kosningabandalagið. Í raun varð Alþýðusambandið ekki algerlega faglega sjálfstætt fyrr en liðið var á áttunda áratuginn. Síðustu árin hafa verkalýðsforingjar ekki virst sýna því áhuga að blanda saman stjórnmálabaráttunni og kjarabaráttunni. Þess vegna vakti það nokkra undrun síðsumars í fyrra þegar fréttist að forseti Alþýðusambandsins, Grétar Þorsteinsson, sæti á fundi með formönnum norrænna jafnaðarmannaflokka og formanni Samfylkingarinnar en fundur þessi var haldinn í Viðey til að ræða sameiginleg áhugamál norrænnar verkalýðshreyfingar og jafnaðarmannaflokka. Hefði það verið prívatpersónan Grétar Þorsteinsson sem þarna fundaði hefði enginn athugasemd komið. Menn geta verið verkalýðsleiðtogar og forystumenn í stjórnmálaflokki án þess að það komi að sök eins og dæmi Ögmundar Jónassonar formanns BSRB og þingsmanns Vinstri grænna sannar. En í ljós kom að Grétar var þarna á vegum Alþýðusambandsins og var upplýst að í ársbyrjun 2000 hafði sambandið formlega gerst aðili að SAMAK, samstarfsnefnd norrænna verkalýðssambanda og jafnaðarmannaflokka. Þetta eru hápólitísk samtök sem meðal annars eru mjög hlynnt Evrópusambandinu og vilja að Norðurlöndin öll gerist aðilar að því. Réttlæting ASÍ-manna fyrir aðildinni er að þarna sé vettvangur skoðanaskipta, upplýsinga og kynna sem séu íslenskri verkalýðshreyfingu dýrmæt. Vel má vera að fundirnir geti verið gagnlegir að þessu leyti, en hitt er augljóst að aðildin stríðir gegn meginstefnu verkalýðshreyfingarinnar undanfarna áratugi, að standa á eigin fótum og vera sjálfstæð gagnvart stjórnmálaflokkum. Þessi stefna á vaxandi fylgi að fagna annars staðar á Norðurlöndum og í Danmörku hefur orðið formlegur aðskilnaður hreyfingar og flokks jafnaðarmanna. Í Noregi og Svíþjóð hníga umræður í sömu átt en hefðin er enn sterk. Mál þetta hlýtur að koma að nýju til umræðu á vettvangi Alþýðusambandsins. Umhugsunarefni er líka hvort Alþingi, sem á ári hverju veitir háum upphæðum af almannafé til sambandsins, eigi ekki að gera það að skilyrði fyrir áframhaldandi framlögum að sambandið slíti öll formleg pólitísk tengsl sín og verði eingöngu fagleg samtök launafólks. Er það ekki sanngjörn krafa?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir Skoðun