Áhyggjulaus yfir markaleysinu 9. apríl 2005 00:01 Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17. Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Sjá meira
Stórliðin Real Madrid og Barcelona mætast í dag á Santiago Bernebau-leikvanginum í Madríd. Gríðarleg spenna ríkir fyrir þessum leik en Barcelona er með níu stiga forystu á Real Madrid á toppi deildarinnar. Það er því að duga eða drepast fyrir leikmenn Real Madrid sem verða að vinna ætli þeir sér að eiga möguleika á titlinum.Vanderley Luxemburgo, þjálfari Real Madrid, stendur frammi fyrir erfiðu vandamáli varðandi framherja sína. Raul hefur verið skugginn af sjálfum sér þetta tímabilið og líklegt þykir að hann láti Michael Owen, sem hefur, þegar allt kemur til alls, verið besti framherji Madridar-liðsins á tímabilinu, byrja inn á við hliðina á Ronaldo. Ronaldo hefur, líkt og Raul, ekki náð sér á strik í vetur og aðeins skorað eitt mark í síðustu ellefu leikjum liðsins. Hann hefur þó ekki miklar áhyggjur af því og segir að mörkin muni koma á endanum. "Ég hef skorað mörk allan minn feril og þegar þetta markaleysi er á enda þá held ég áfram að skora þau. Ég hef engar áhyggjur af þessu markalesyi. Það eru margir aðrir hlutir í heiminum sem ég meiri áhyggjur af. Þetta er bara íþrótt. Boltinn verður að fara yfir línuna og þegar það gerist þá hverfur öll pressan. Ég vona að það gerist fljótlega," sagði Ronaldo. Ronaldinho, besti knattspyrnumaður heims á síðasta ári, verður að öllum líkindum með en hann hefur ekekrt getað æft með Barcelona vegna magakveisu að undanförnu. Það mun mikið mæða á kamerúnska framherjanum Samuel Eto'o en hann var í eigu Real Madrid áður en Barcelona keypti hann."Ég hef engan áhuga á að hefna mín á Real Madrid. Ef þeir hefðu ekki selt mig þá væri ég ekki hjá þessu frábæra félagi. Mér er nákvæmlega sama þótt ég skori ekki í leiknum svo framarlega sem við vinnum. Ég hlakka mikið til leiksins enda eru leikirnir á milli þessara liða alltaf mikil skemmtun," sagði Eto'o en leikurinn er í beinni útsendingu á sýn og hefst kl. 17.
Íslenski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Körfubolti Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt Körfubolti Fleiri fréttir Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins Dagskráin í dag: Pílukast, íshokkí og golf „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Shaq segist hundrað prósent Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Tíu ára fór holu í höggi í Eyjum Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi NFL-stjörnur með á ÓL í LA Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Sjá meira