Chicago 2 - Washington 2 3. maí 2005 00:01 Lið Washington Wizards er þekkt fyrir flest annað en öflugan varnarleik, en í nótt sýndu þeir hvers þeir eru megnugir þeim megin vallarins og Juan Dixon í banastuði, jöfnuðu þeir metin í seríunni við Chicago með 117-99 sigri í nótt. Juan Dixon elti þjálfara sinn út á bílastæði eftir þriðja leikinn og grátbað hann um að missa ekki trú á sér, eftir að hann átti afar slakan leik í þriðja leik liðanna. Þjálfari hans Eddie Jordan tók vel í hugarfar bakvarðar síns, sem hitti úr 11 af 15 skotum sínum í fjórða leiknum í nótt og setti persónulegt met með því að skora 35 stig. Varnarleikur Wizards var þó það sem gerði útslagið í leiknum, því frá fyrstu mínútu einsettu þeir sér að hleypa Chicago liðinu hvergi nálægt körfunni og voru mjög ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. "Það var eins og við hefðum lent í fyrirsát," sagði Tyson Chandler hjá Chicago um vörn Washington. "Við lentum snemma undir og hleyptum áhorfendum þeirra upp. Okkur virtist bara skorta kjark í að klára þetta. Okkur finnst við vera heppnir að staðan er jöfn í einvíginu og það verður gotta að fara aftur heim til Chicago," sagði Kirk Hinrich hjá Bulls. Lið Chicago náði sér ekki á strik fyrr en undir lok leiksins, þegra þeir náðu muninum niður í 6 stig, en þeir féllu á tíma og sigur Washington var í raun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Ben Gordon, leynivopn Chicago af bekknum, er með kvef og átti dapran leik, hitti aðeins úr einu af þrettán skotum sínum í leiknum og munar um minna fyrir Bulls. Atkvæðamestir hjá Washington:Juan Dixon 35 stig, Gilbert Arenas 23 stig (6 frák, 5 stoðs), Antawn Jamison 18 stig (6 frák), Larry Hughes 10 stig (6 frák), Jared Jeffries 8 stig (8 frák), Etan Thomas 5 stig (9 frák).Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 18 stig (5 stoðs), Jannero Pargo 18 stig, Tyson Chandler 13 stig (13 frák), Adrian Griffin 13 stig, Eric Piatkowski 9 stig, Ben Gordon 8 stig, Antonio Davis 8 stig (7 frák). NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Lið Washington Wizards er þekkt fyrir flest annað en öflugan varnarleik, en í nótt sýndu þeir hvers þeir eru megnugir þeim megin vallarins og Juan Dixon í banastuði, jöfnuðu þeir metin í seríunni við Chicago með 117-99 sigri í nótt. Juan Dixon elti þjálfara sinn út á bílastæði eftir þriðja leikinn og grátbað hann um að missa ekki trú á sér, eftir að hann átti afar slakan leik í þriðja leik liðanna. Þjálfari hans Eddie Jordan tók vel í hugarfar bakvarðar síns, sem hitti úr 11 af 15 skotum sínum í fjórða leiknum í nótt og setti persónulegt met með því að skora 35 stig. Varnarleikur Wizards var þó það sem gerði útslagið í leiknum, því frá fyrstu mínútu einsettu þeir sér að hleypa Chicago liðinu hvergi nálægt körfunni og voru mjög ákveðnir í öllum sínum aðgerðum. "Það var eins og við hefðum lent í fyrirsát," sagði Tyson Chandler hjá Chicago um vörn Washington. "Við lentum snemma undir og hleyptum áhorfendum þeirra upp. Okkur virtist bara skorta kjark í að klára þetta. Okkur finnst við vera heppnir að staðan er jöfn í einvíginu og það verður gotta að fara aftur heim til Chicago," sagði Kirk Hinrich hjá Bulls. Lið Chicago náði sér ekki á strik fyrr en undir lok leiksins, þegra þeir náðu muninum niður í 6 stig, en þeir féllu á tíma og sigur Washington var í raun öruggari en tölurnar gefa til kynna. Ben Gordon, leynivopn Chicago af bekknum, er með kvef og átti dapran leik, hitti aðeins úr einu af þrettán skotum sínum í leiknum og munar um minna fyrir Bulls. Atkvæðamestir hjá Washington:Juan Dixon 35 stig, Gilbert Arenas 23 stig (6 frák, 5 stoðs), Antawn Jamison 18 stig (6 frák), Larry Hughes 10 stig (6 frák), Jared Jeffries 8 stig (8 frák), Etan Thomas 5 stig (9 frák).Atkvæðamestir í liði Chicago:Kirk Hinrich 18 stig (5 stoðs), Jannero Pargo 18 stig, Tyson Chandler 13 stig (13 frák), Adrian Griffin 13 stig, Eric Piatkowski 9 stig, Ben Gordon 8 stig, Antonio Davis 8 stig (7 frák).
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira