San Antonio 4 - Seattle 2 20. maí 2005 00:01 Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig. NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira
Eftir að hafa hitt skelfilega allan leikinn, hristi Tim Duncan af sér slenið í fjórða leikhlutanum og tryggði San Antonio sigur í sjötta leiknum við Seattle, 98-96 og farseðilinn í úrslit vesturdeildarinnar, þar sem þeir munu mæta sigurvegaranum úr einvígi Phoenix og Dallas. Duncan hitti úr 5 af 8 skotum sínum og skoraði 12 stig í lokaleikhlutanum í nótt, þar af sigurkörfuna eftir glæsilega sendingu frá Manu Ginobili, hálfri sekúndu áður en lokaflautan gall. Ray Allen fékk tækifæri til að skora í blálokin, en skot hans yfir Duncan um leið og flautan gall, skoppaði af hringnum og batt enda á ótrúlegt tímabil hjá liði Seattle, sem var eitt hið óvæntasta í deildinni í vetur. Flestir ef ekki allir sérfræðingar vestanhafs höfðu spáð liðinu kjallarasætinu í norðvesturriðlinum, en liðið lét það ekki á sig fá og sigraði mjög óvænt í riðlinum. Þeir mættu hinsvegar ofjörlum sínum þegar þeir fengu San Antonio í undanúrslitunum, en gáfu þeim hörkukeppni og töpuðu fyrsta heimaleik sínum í úrslitakeppninni í nótt og það mjög naumlega. Tim Duncan sneri sig á ökkla enn eina ferðina í síðari hálfleiknum og var tekinn útaf þar sem hann fór í skoðun hjá læknum. Hann tók hinsvegar ekki í mál að sitja á bekknum og heimtaði að fara inná aftur, sem átti eftir að koma liði hans til góða. "Hann hefði látið stúta mér ef ég hefði neitað að setja hann inná völlinn aftur," sagði Gregg Popovich, þjálfari Spurs. "Ég sá að hann var mikið meiddur og fóturinn á honum á eftir að verða ljótur á morgun, en það var ekki að ræða það fyrir hann að sitja á bekknum," sagði Popovich. "Ég vildi ekki fara útaf," sagði Tim Duncan um meiðsli sín. "Á miðað við hversu illa ég var að hitta, hefði það nú kannski verið betra. Öll þessi skot voru ágæt, ég var ekki að taka neitt sérstaklega erfið skot í leiknum, þau bara vildu ekki detta," sagði hann í lokin. "Það var hræðilegt að hitta ekki úr síðasta skotinu og ég á áræðanlega eftir að hugsa um það í allt sumar," sagði Ray Allen um misheppnaða tilraun sína á lokasekúndunum. "Ég sá samt eiginlega aldrei körfuna og ég get ekki annað en verið ánægður með tímabilið. Ég hef aldrei fundið fyrir eins mikilli nálægð áhorfenda eins og í vetur," sagði hann. Lið Seattle á stormasamt sumar framundan, því margir af lykilmönnum þeirra, sem og þjálfari þeirra Nate McMillan eru með lausa samninga og óvíst talið að þeir verði áfram hjá liðinu. Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Antonio Daniels 22 stig, Jerome James 10 stig (8 frák), Luke Ridnour 10 stig, Damien Wilkins 10 stig, Nick Collison 8 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 26 stig (9 frák, 5 stoðs), Tony Parker 14 stig, Robert Horry 14 stig, Manu Ginobili 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Nazr Mohammed 12 stig (8 frák), Bruce Bowen 9 stig.
NBA Mest lesið „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Fótbolti „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Sport Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Handbolti Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Fótbolti Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Íslenski boltinn Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Fótbolti Fleiri fréttir Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ „Þetta var gott próf fyrir okkur“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Sleikti hálsinn á Humphries og gæti sætt rannsókn Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ Sjá meira