Robinho til Real

Brasilíski snillingurinn Robinho er genginn til liðs við Real Madrid frá Santos í Brasilíu.Real borgar 16,6 milljónir punda fyrir leikmanninn sem er 21 árs gamall sóknarmaður. Fyrr í dag fór Robinho í læknisskoðun sem hann stóðst með prýði. Fyrir hjá Real hittir hann félaga sína þá Ronaldo og Roberto Carlos.