Hollendingar verða að bregðast við hlýnun loftslags, og það fljótt, því þeir eiga von á því að yfirborð sjávar hækki um allt að 35 sentimetra fyrir árið 2050, samkvæmt skýrslu veðurstofu Hollands sem birt var í vikunni.
Jafnframt er líklegt að veturnir verði mun votviðrasamari en hingað til. Þar sem 60 prósent alls lands í Hollandi er undir sjávarmáli geta Hollendingar ekki virt hættuna að vettugi, að sögn Melanie Schultz van Haegen, ráðherra samgöngu- og vatnsmála. Hún bætti við að engin aðkallandi hætta steðjaði þó að stíflugörðum eða síkjum landsins.