Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna 15. júní 2006 06:15 Hermaður í Írak Bandarískur hermaður við störf í Írak, en að baki hans gengur daglegt líf áfram sinn vanagang. Meirihluti aðspurðra í fimmtán löndum sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnum telja að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi gert heiminn ótryggari en áður var, og fer stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkjaforseta ört dvínandi. MYND/Nordicphotos/afp Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí. Erlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira
Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí.
Erlent Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Innlent Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Innlent Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Erlent Fleiri fréttir Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Sjá meira