Írak skaðar orðstír Bandaríkjanna 15. júní 2006 06:15 Hermaður í Írak Bandarískur hermaður við störf í Írak, en að baki hans gengur daglegt líf áfram sinn vanagang. Meirihluti aðspurðra í fimmtán löndum sem tóku þátt í nýlegri skoðanakönnum telja að stríð Bandaríkjanna gegn hryðjuverkum hafi gert heiminn ótryggari en áður var, og fer stuðningur Evrópubúa við George W. Bush Bandaríkjaforseta ört dvínandi. MYND/Nordicphotos/afp Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí. Erlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira
Stefna Bandaríkjanna í Írak er hættulegri ógn en kjarnorkuáætlun Írana, samkvæmt alþjóðlegri könnun hins virta Pew-rannsóknarhóps sem birt var í vikunni. Stuðningur við George W. Bush Bandaríkjaforseta og stríð hans gegn hryðjuverkum fer einnig dvínandi meðal spurðra, en könnunin náði til 17.000 manns í 15 löndum. Jafnframt kom fram að sá velvilji sem aðstoð Bandaríkjanna vegna flóðbylgjunnar 2004 skapaði í garð þeirra, hefur dvínað til muna síðan í fyrra, jafnvel í þeim löndum sem fengu aðstoðina, svo sem í Indónesíu. Stríðið í Írak reynist orðstír Bandaríkjanna sífellt dýrkeyptara. Sérstaklega líta landsmenn Indlands, Spánar og Tyrklands stórveldið hornauga nú, og hefur stuðningur þeirra við Bandaríkin hrapað stórlega síðan í fyrra, eða úr 71 prósenti niður í 56 prósent á Indlandi, úr 41 prósenti í 23 prósent á Spáni og úr 23 prósentum niður í 12 prósent í Tyrklandi. Meirihluti þeirra sem spurðir voru í tíu löndum af fjórtán, þegar svör Bandaríkjamanna eru ekki talin með, sögðu heiminn vera hættulegri síðan Bandaríkin hófu stríð sitt á Írak. Sextíu prósent Breta, sem þó eru helstu bandamenn Bandaríkjanna í þeim hernaði, telja Íraksstríð hafa gert veröldina að ótryggari stað en áður. Auk þess treysta Evrópubúar Bush Bandaríkjaforseta sífellt minna, og telja flestir að Bandaríkjunum muni ekki takast að ná takmörkum sínum í stríðinu gegn hryðjuverkum. Kjarnorkuáætlun Írana veldur Evrópubúum og Bandaríkjamönnum sífellt meiri áhyggjum, en múslimaþjóðir hafa hins vegar litlar áhyggjur af Íransstjórn. Íranar hafa staðfastlega haldið því fram að kjarnorkuvinnsla þeirra sé eingöngu í friðsamlegum tilgangi, en talsmenn Bandaríkjastjórnar telja að þá ætla sér að nota orkuna til framleiðslu á kjarnorkuvopnum. Á meðan Indverjar og Japanar hafa mestar áhyggjur af loftlagsbreytingum vegna gróðurhúsaáhrifanna, hafa þær tvær þjóðir sem valda mestum gróðurhúsaáhrifum, Bandaríkjamenn og Kínverjar, minnstar áhyggjur vegna þess vanda. Skoðanakönnunin var gerð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Egyptalandi, Frakklandi, Indlandi, Indónesíu, Japan, Jórdaníu, Kína, Nígeríu, Pakistan, Rússlandi, Spáni, Tyrklandi og Þýskalandi á tímabilinu 31. mars og 14. maí.
Erlent Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu Sjá meira