Árás á stúlku á leið í vinnu 11. ágúst 2006 06:15 Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu. Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira
Skömmu fyrir níu á miðvikudagskvöld réðust þrír menn að þeim fjórða við verslun 10-11 á Hverfisgötu með bareflum og börðu. Maðurinn fékk einhverja áverka af barsmíðunum sem voru þó ekki mjög alvarlegir. Bjarnþór Aðalsteinsson, varðstjóri í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík, segir árásina hafa verið fólskulega. Að sögn Bjarnþórs þekktu árásarmennirnir ekki fórnarlambið. „Það liggur í loftinu að þeir hafi gert þetta í umboði einhvers þriðja aðila.“ Allir mennirnir, jafnt árásarmenn sem fórnarlambið, hafa áður komið við sögu lögreglu, þó mismikið. Bjarnþór segir málið ekki tengjast fíkniefnum. Einn árásarmannanna var liðsmaður vélhjólaklúbbsins Fáfnis, sem komst í sviðsljósið fyrir hálfu þriðja ári þegar hann gekk berserksgang í Leifsstöð og réðst í kjölfarið inn á ritstjórnarskrifstofu DV. Ekki liggur fyrir hvort hinir árásarmennirnir voru einnig liðsmenn Fáfnis. Mönnunum var sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í gær. Fórnarlambið hefur kært árásina. Um klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags var ráðist á rúmlega tvítuga stúlku á leið til vinnu í Breiðholti og reynt að nauðga henni. Stúlkan, sem vinnur í bakaríi, var stödd á göngustíg sem liggur frá heimili hennar að vinnustaðnum þegar karlmaður, vopnaður hnífi, réðst að henni aftan frá og reyndi að afklæða hana. Manninum tókst að fella stúlkuna í jörðina en ekki að koma fram vilja sínum við hana. Stúlkan hlaut smávægilega áverka og tilkynnti málið strax til lögreglu símleiðis. Bjarnþór segir stúlkuna hafa afar litlar upplýsingar getað gefið um árásarmanninn, dimmt hafi verið úti og hún lítið séð til hans þar sem hann kom aftan að henni. Sú litla lýsing sem lögreglan hafði gat hins vegar bent til þess í upphafi rannsóknar að menn sem tengdust líkamsárásarmálinu frá því fyrr um kvöldið og voru í haldi hefðu komið að nauðgunartilrauninni. Tveir þeirra voru því yfirheyrðir vegna þess líka en fljótlega kom í ljós að sá grunur var ekki á rökum reistur. Lögreglan hefur engan grunaðan um nauðgunartilraunina að svo stöddu.
Innlent Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Sjá meira