Katsav kom ekki til þings 17. október 2006 06:00 Milli forsætisráðherrans og eiginkonu sinnar Moshe Katsav, forseti Ísraels, tók á sunnudaginn þátt í opinberri athöfn, sem haldin var í tilefni þess að hornsteinn var lagður að fornleifafræðibyggingu í Jerúsalem. Hann situr þarna á milli Ehuds Olmert forsætisráðherra og eiginkonu sinnar, Gilu. MYND/AP Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans. Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira
Moshe Katsav, forseti Ísraels, lét í gær undan miklum þrýstingi og ákvað að mæta ekki við setningu ísraelska þjóðþingsins. Katsav á yfir höfði sér ákærur fyrir nauðgun og annað kynferðislegt ofbeldi á hendur fimm konum, ásamt ákærum fyrir að hafa stundað fjársvik og ólöglegar hleranir. Lögreglurannsókn á ásökunum á hendur Katsav lauk á sunnudaginn með því að lögreglan taldi sig hafa sannanir fyrir því að forsetinn hefði gerst sekur um fyrrnefnd ákæruatriði. Lögreglan mælti með því að hann yrði ákærður, en Meni Mazuz ríkissaksóknari þarf á næstu vikum að taka ákvörðun um það hvort ákæra verður lögð fram. Katsav nýtur friðhelgi sem forseti landsins og því verður ekki hægt að draga hann fyrir dóm meðan hann situr í embættinu. Kröfur um að Katsav segi af sér hafa orðið æ háværari, en hann hefur jafnan sagst ætla að sitja þar til sjö ára kjörtímabil hans rennur út á næsta ári. Lögmaður hans, Zion Amir, segir þó að formleg ákæra geti sett strik í þann reikning. Og sitji Katsav sem fastast þrátt fyrir ákæru þykja líkur til þess að þingið samþykki að svipta hann embættinu. Lögreglurannsóknin er byggð á kærum frá konum sem störfuðu hjá Katsav. Að sögn ísraelskra fjölmiðla er rannsóknin byggð á framburði fimm kvenna sem segja hann hafa áreitt sig kynferðislega á meðan hann hefur gegnt forsetaembættinu, eða áður, meðan hann var ráðherra. Framburður fimm annarra kvenna var ekki notaður þar sem brotin sem þær ásaka hann um eru fyrnd. Katsav hefur þótt heldur litlaus stjórnmálamaður, og hingað til einnig talinn flekklaus. Hann heldur statt og stöðugt fram sakleysi sínu. Ásakanirnar séu liður í samsæri á hendur sér af hálfu andstæðinga sinna. Við efumst ekkert um sakleysi hans, segir bróðir hans, Lior Katsav. Við vitum að hann er hafður fyrir rangri sök og ásakaður um hluti sem ekki hafa átt sér stað. Ákærur á hendur Katsav hafa væntanlega lítil áhrif á stjórnmál í Ísrael, þar sem forsetaembættið er fyrst og fremst táknræn staða. Meðal mikilvægustu embættisverka forsetans er að setja þingið, en í gær tók Dalia Itzik þingforseti að sér að stjórna þingsetningunni í fjarveru forsetans.
Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Fleiri fréttir Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Sjá meira