Afsögn annars ráðherra 17. október 2006 05:00 Cecilia Stegö Chilo Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum. Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Sænski menningarmálaráðherrann Cecilia Stegö Chilo sagði af sér í gær, í kjölfar þess að hafa viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöld ríkissjónvarpsins í sextán ár og að hafa borgað svart fyrir hreingerningar heima hjá sér. Hún varð þar með annar ráðherrann sem hrekst úr embætti frá því samsteypustjórn borgaralegu flokkanna tók við völdum fyrir tíu dögum. Viðskiptaráðherrann Maria Borelius sagði af sér á laugardag vegna hliðstæðra ásakana. Stjórnmálaskýrendur segja það aldrei hafa gerst áður í sænskri stjórnmálasögu að tveir ráðherrar hrykkju úr skaftinu svo fljótt eftir valdatöku ríkisstjórnar. En enginn vænti þess þó að hneykslismál þau sem leiddu til afsagnanna yrðu banabiti ríkisstjórnarinnar í heild. „Ég er að sjálfsögðu mjög döpur yfir því að þurfa að fara úr hinu verðandi menningarmálaráðuneyti eftir svo stuttan tíma,“ sagði Stegö Chilo í skriflegri yfirlýsingu í gær. Á undan var gengin óvægin gagnrýni á ráðherrann í fjölmiðlum fyrir að hafa komið sér undan því að greiða afnotagjöldin af ríkissjónvarpinu í 16 ár, en þau eru um 1500 sænskar krónur á ári eða um 14.000 íslenskar. Sem menningarráðherra var Stegö Chilo yfirmaður ríkisljósvakamiðlanna. Sænskir borgarar greiða hæstu skatta í heimi og hafa því lítið umburðarlyndi gagnvart ráðamönnum sem ekki sýna fyrirmyndarhegðun sem skattgreiðendur. Eftir afsagnirnar tvær þykir hafa hitnað undir Tobias Billström, ráðherra innflytjendamála, en hann hefur einnig viðurkennt að hafa ekki greitt afnotagjöldin í mörg ár. Forsætisráðherrann Fredrik Reinfeldt sagði á laugardag að afsögn Borelius myndi ekki hafa nein teljandi áhrif á ríkisstjórnina. Hann lét ekki hafa neitt eftir sér í gær um afsögn Stegö Chilo. Bæði Borelius og Stegö Chilo sátu í stjórninni fyrir hönd Hægriflokksins, sem Reinfeldt fer fyrir. Það gerir Billström einnig. Helmingur ráðherranna eru úr Hægriflokknum.
Erlent Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira