Rusl á dönskum heimilum mun aukast um 78 kíló á ári með tilkomu tveggja fríblaða í landinu. Þetta kemur fram í Jótlandspóstinum. Þar er fjallað um boðaða útgáfu 365 Medier á fríblaði og sams konar blað í útgáfu JP og Politiken.
Áætlað er að fríblöðin tvö verði prentuð í að minnsta kosti milljón eintökum samtals á dag. Það útheimti 40 þúsund tonn af pappír á ári en til þess að útvega hann þarf um um tvo ferkílómetra af skógi ár hvert. Reiknað er með að stærstur hluti pappírsins komi frá Svíþjóð, Finnlandi og Eystrasaltsríkjunum.