Palestínumaður var skotinn til bana og sex liggja sárir eftir skotbardaga þeirra við ísraelska hermenn á landamærum á Gaza-ströndinni í dag. Að sögn sjúkraflutningamanna sem hlúðu að mönnunum var sá sem lést lögreglumaður, sem og þrír hinna særðu, en hinir þrír voru óbreyttir borgarar. Talsmaður Ísraelshers segir að átökin hafi brotist út eftir að mennirnir reyndu að komast óséðir yfir landamærin.
Einn lést og sex særðust á Gaza í dag
