Á þriðja tug mótmælenda komu saman naktir á hjólum í miðborg Mexíkóborgar í gær til að mótmæla bílamenningu í Mexíkó. Með aðgerðunum vildu hjólreiðamenn einnig krefja ökumenn bíla um að sýna þeim virðingu.
Slagorð voru máluð á nakta líkama fólksins og vöktu aðgerðirnar mikla athygli en þar er afar sjaldgæft að sjá nakið fólk á hjólum hvað þá kappklætt enda umferðin í Mexíkó skipulagslaus.
Þar hafa þó verið lagðir nokkrir reiðhjólastígar og akreinar fyrir hjólreiðamenn en mótmælendur segja ekki nóg að gert og benda á að mun fleiri hraðbrautir hafi verið lagðar á sama tíma.