Fredrik Reinfeldt, leiðtogi sænska Hægriflokksins, var kjörinn forsætisráðherra Svíþjóðar í atkvæðagreiðslu á þingi í dag.
Bandlag mið- og hægriflokka, undir forystu hans, vann sigur í þingkosningum í síðasta mánuði.
Á morgun mun Reinfeldt kynna nýja ríkisstjórn sína og stefnumál hennar. Reinfeld er 34. forsætisráðherra Svíþjóðar.