Tveir deila friðarverðlaunum Nóbels 13. október 2006 09:04 Mohammad Yunus, stofnandi Grameen-bankans. MYND/AP Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Bangladessbúinn Mohammad Yunus og Grameen-bankinn sem hann stofnaði deila með sér friðarverðlaunum Nóbels í ár. Þetta var tilkynnt í morgun. Verðlaunin fá þeir fyrir viðleitni sína til að stuðla að efnahagslegum og félagslegum umbótum meðal hinna fátæku. Í umsögn nóbelsnefndarinnar segir að Mumhammad Yunus hafi með hugmyndum sínum hjálpað milljónum manna, ekki aðeins í Bangladess heldur öðrum löndum, með lánum til fátækra. Starf hans hafi hafist fyrir þremur áratugum og virst nær ómögulegt en hugmyndir hans og bankans hafi verið teknar upp af öðrum stofnunum víða um heim. Þá segir í úrskurðinum að friður komist ekki á í heiminum fyrr en stórum hóps fólks verði bjargað úr gildru fátæktar og að sérhver manneskja eigi rétt á sómasamlegu lífi. Starf Yunus og bankans hafi reynst mikilvægt í safmfélögum þar sem konur eigi undir högg að sækja og lýðræðis- og efnahagsframfarir geti ekki orðið að fullu nema konur og karlar standi jöfn. Mohammad Yunus er fæddur árið 1940 í Bangladess. Hann lauk doktorsprófi í hagfræði frá Vanderbilt-háskólanum í Bandaríkjunum árið 1969 og stofnaði sjö árum seinna Grameen-bankann í Dhaka í Bangladess. Hann hefur veitt fátækum lán sem þeir ættu annars ekki kost á. Yunus hefur auk þess starfað að málefnum fátækra á vegum Sameinuðu þjóðanna í mörg ár.Mohammad Yunus sagði í samtali við norska fjölmiðla í morgun að hann tryði því varla að hann hefði hlotið verðlaunin. „Þetta eru frábær tíðiindi fyrir okkur öll, Grameen-bankann, Bangladess og öll fátæku ríkin og fátæka alls staðar í heiminum," sagði hann.Yunus sagðist hlakka til að heimsækja Osló en þangað kemur hann 10. desember til að taka við Nóbelsverðlaununum.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira