Hvalveiðarnar vekja heimsathygli 18. október 2006 18:53 Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við og fjölmiðlar í öllum heimsálfum greina frá málinu, ýmist með skömmum eða lofi. Tölvupóstur með mótmælum streymir nú til íslenskra sendiráða erlendis en um formleg mótmæli hefur ekki verið að ræða. Umhverfissamtökin véfengja meðal annars heimildir íslendinga til veiðanna, telja þær brjóta í bága við hvalveiðibannið, þær séu álitshnekkir fyrir íslendinga um allan heim, engin markaður sé lengur í heiminum fyrir hvalkjöt og að þetta tiltæki kunni að hvetja aðrar þjóðir til hvalveiða, svo nefnd séu nokkur gagnrýnisatriði. Ein samtök, World Conservative Trust, lýsa sig þó hlynnt þeim en það er kannski ekki alveg að marka því á meðal stjórnarmanna er Steinar Bastesen, forvígismaður norskra hvalveiðimanna. Sendiráðum Íslands í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur borist fjölmörg mótmælaskeyti í tölvupósti og síma en ekki hefur verið um formleg mótmæli að ræða. Fjölmiðlar víða um heim hafa hins vegar gert málinu góð skil. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú síðdegis höfðu tæplega þrjú hundruð blaðagreinar birst um málið og þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Einna hörðustu viðbrögðin koma frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Íslendingar eiga þó sína bandamenn. Jákvæður tónn er í umfjöllun danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Helstu umhverfisverndarsamtök heims bregðast ókvæða við og fjölmiðlar í öllum heimsálfum greina frá málinu, ýmist með skömmum eða lofi. Tölvupóstur með mótmælum streymir nú til íslenskra sendiráða erlendis en um formleg mótmæli hefur ekki verið að ræða. Umhverfissamtökin véfengja meðal annars heimildir íslendinga til veiðanna, telja þær brjóta í bága við hvalveiðibannið, þær séu álitshnekkir fyrir íslendinga um allan heim, engin markaður sé lengur í heiminum fyrir hvalkjöt og að þetta tiltæki kunni að hvetja aðrar þjóðir til hvalveiða, svo nefnd séu nokkur gagnrýnisatriði. Ein samtök, World Conservative Trust, lýsa sig þó hlynnt þeim en það er kannski ekki alveg að marka því á meðal stjórnarmanna er Steinar Bastesen, forvígismaður norskra hvalveiðimanna. Sendiráðum Íslands í Bretlandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum hefur borist fjölmörg mótmælaskeyti í tölvupósti og síma en ekki hefur verið um formleg mótmæli að ræða. Fjölmiðlar víða um heim hafa hins vegar gert málinu góð skil. Það má meðal annars merkja af vefgáttinni Google News sem leitar í öllum fréttamiðlum sem skrifaðir eru á ensku. Nú síðdegis höfðu tæplega þrjú hundruð blaðagreinar birst um málið og þá eru ekki taldar með þær greinar sem ritaðar eru á öðrum tungumálum. Einna hörðustu viðbrögðin koma frá Nýja-Sjálandi. Þarlend stjórnvöld segja ákvörðun íslensku stjórnarinnar aumkunaverða og þeim skilaboðum verði komið rækilega á framfæri. Íslendingar eiga þó sína bandamenn. Jákvæður tónn er í umfjöllun danska blaðsins Politiken um málið og norska blaðið Fiskaren fagnar ákvörðuninni.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira