Fatah- og Hamas-liðar ræðast við 19. október 2006 23:32 Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, ræðir við fréttamenn í Ramallah á Vesturbakkanum í dag. MYND/AP Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt. Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira
Fulltrúar Fatah-samtakann Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, og Hamas-samtakann, sem sitja í heimastjórn Palestínumanna, áttu í kvöld fund á Gaza-svæðinu til að ræða aukin átök milli liðsmanna þessara tveggja samtaka. Óttinn við borgarastyrjöld er mikill að sögn ónafngreinds fulltrúa sem sat fundinn. Það voru háttsettir fulltrúar samtakanna sem ræddust við en þetta er fyrsti fundur háttsettra fulltrúa þessara fylkinga í margar vikur. Til átaka hefur komið milli liðsmanna Fatah og Hamas vegna baráttu fylkinganna um völd á landsvæði Palestínumanna. Til skotbardaga hefur komið á Gaza-svæðinu síðustu vikur sem hafa kostað minnst 19 mannslíf. Abbas forseti sagði í dag að hann myndir taka ákvarðanir um framtíð og örlög heimastjórnar Hamas-liða og taka á því öngstræti sem viðræður fylkinganna tveggja um skipan eins konar þjóðstjórnar væru komnar í. Þær viðræður sagði hann að renna út í sandinn vegna þess að Hamas-liðar neituðu að breyta viðhorfi sínu Ísraels-ríkis sem þeir viðurkenna ekki. Abbas hefur gefið til kynna að hann gæti gripið til þess ráðs að reka heimastjórnina og sagt að hann myndi leita stuðnings Palestínumanna við aðgerðir sínar með þjóðaratkvæðagreiðslu. Forsetinn sagði að teknar yrðu ákvarðanir um skipan stjórnar sem væri bundin arabískum og alþjóðlegum lögum svo hægt yrði að aflétta umsátri alþjóðasamfélagsins um landsvæði Palestínumanna og linna þjáningar þeirra. Saeed Seyman, innanríkisráðherra í heimastjórn Hamas, segir ljóst að Hamas-liðar myndu líta á slíkar aðgerir sem valdarán. Hamas-liðar tóku við völdum í mars en þá gripu Bandaríkjamenn og Evrópusambandið til refsiaðgerða. Bein aðstoð var stöðvuð, þar með talið fjárstuðningur sem heimastjórnin treystir á. Bandaríkjamenn, Evrópusambandið og Ísraelar flokka Hamas sem hryðjuverkasamtök. Þau verði að viðurkenna tilverurétt Ísraelsríkis, afneita ofbeldi og virða þá friðarsamninga sem séu í gildi áður en refsiaðgerðum verði aflétt.
Erlent Fréttir Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjá meira