Lögreglan lúskraði á mótmælendum 23. október 2006 18:59 Lögreglan í Búdapest í Ungverjalandi beitti táragasi gegn mótmælendum sem safnast höfðu saman við þinghús landsins til að minnast þess að hálf öld er í dag liðin frá því að uppreisn hófst gegn leppstjórn Sovétmanna í landinu. Það var þennan dag árið 1956 sem hópur ungverskra stúdenta fylkti liði að þinghúsinu í Búdapest til að mótmæla ungversku ríkisstjórninni, sem á þeim tíma var einungis taglhnýtingingur ráðsherranna í Kreml. Uppreisnin breiddist fljótt út um landið og stjórnin féll. Tólf dögum síðar réðist Rauði herinn inn í landið og barði niður uppreisnina af mikilli hörku. 2.600 Ungverjar létust í átökum og 200 til viðbótar voru teknir af lífi. Um 200.000 manns flýðu land. Fátt benti til þess í dag að atburðurnir fyrir fimmtíu árum hefðu þjappað þjóðinni saman. Þvert á móti logaði allt í átökum fyrir utan þetta sama þinghús í dag. Um eitt þúsund mótmælendur voru þar samankomnir til að láta í ljós óánægju sína með forsætisráðherrann Ferens Djúrsjaní en á dögunum kom í ljós að hann hefði logið ítrekað að kjósendum um efnahagsástandið. Lögreglan tók mótmælendur engum vettlingatökum heldur skaut á þá gúmmíkúlum og dreifði táragasi. Nokkrum þeirra tókst að komast um borð í skriðdreka, sem stóð á torginu til minningar um byltinguna, og aka honum nokkurn spöl. Nú undir kvöld var ástandið farið að róast en þá höfðu nokkrir verið handteknir og allmargir meiðst. Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira
Lögreglan í Búdapest í Ungverjalandi beitti táragasi gegn mótmælendum sem safnast höfðu saman við þinghús landsins til að minnast þess að hálf öld er í dag liðin frá því að uppreisn hófst gegn leppstjórn Sovétmanna í landinu. Það var þennan dag árið 1956 sem hópur ungverskra stúdenta fylkti liði að þinghúsinu í Búdapest til að mótmæla ungversku ríkisstjórninni, sem á þeim tíma var einungis taglhnýtingingur ráðsherranna í Kreml. Uppreisnin breiddist fljótt út um landið og stjórnin féll. Tólf dögum síðar réðist Rauði herinn inn í landið og barði niður uppreisnina af mikilli hörku. 2.600 Ungverjar létust í átökum og 200 til viðbótar voru teknir af lífi. Um 200.000 manns flýðu land. Fátt benti til þess í dag að atburðurnir fyrir fimmtíu árum hefðu þjappað þjóðinni saman. Þvert á móti logaði allt í átökum fyrir utan þetta sama þinghús í dag. Um eitt þúsund mótmælendur voru þar samankomnir til að láta í ljós óánægju sína með forsætisráðherrann Ferens Djúrsjaní en á dögunum kom í ljós að hann hefði logið ítrekað að kjósendum um efnahagsástandið. Lögreglan tók mótmælendur engum vettlingatökum heldur skaut á þá gúmmíkúlum og dreifði táragasi. Nokkrum þeirra tókst að komast um borð í skriðdreka, sem stóð á torginu til minningar um byltinguna, og aka honum nokkurn spöl. Nú undir kvöld var ástandið farið að róast en þá höfðu nokkrir verið handteknir og allmargir meiðst.
Erlent Fréttir Mest lesið Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Stúlkan er fundin Innlent Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Erlent Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Erlent Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Erlent Fleiri fréttir Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Sjá meira