Chavez með 35% forskot 24. október 2006 17:50 Hugo Chavez, forseti Venesúela. MYND/AP Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela. Stjórnarandstaðan í Venesúela hefur fylkt sér um Manuel Rosales, reynda stjórnmálamann sem nú er ríkisstjóri í olíuhéraðinu Zulia í vesturhluta landsins. Þetta er breyting frá því sem áður hefur verið þar sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur oftar en ekki verið margklofin. Stuðningur við Rosales er þó ekki mikill eða 24%. Verði þetta niðurstaðan í kosningunum verða það mikil vonbrigði fyrir stjórnarandstöðuna sem lagt mikið á sig í kosningabaráttunni og síst minna um lýðskrum en hjá sitjandi forseta. Rosales hefur einnig fengið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Hef er fyrir því að fjölmiðlar teljist til andstæðinga Chavezar. Könnun frá því í síðasta mánuði sýndi Chavez með 48% atkvæða og Rosales með 30%. Þar var munurinn 18% og töluvert minni en nú. Könnunarfyrirtækið Zogby spáði rétt fyrir um úrslit kosninganna í Mexíkó þar sem Felipe Calderon, frambjóðandi íhaldsmanna, vann nauman sigur. Hann tekur við embætti í desember. Þátttakendur í könnuninni í Venesúela voru spurðir hvort þeir væru sáttir við ummæli Chavezar forseta á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann sagði George Bush, Bandaríkjaforseta, vera djöfulinn. 36% íbúa í Venesúela voru stoltir af forseta sínum við það tækifæri, 23% skömmuðust sín, 15% létu ummælin sig litlu varð. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira
Hugo Chavez, forseti Venesúela, hefur 35% forskot á helsta andstæðing sinn fyrir forsetakosningar þar í landi 3. desember nk. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar. Það var Háskólinn í Miami í Bandaríkjunum sem framkvæmdi könnunina fyrir alþjóðlega skoðanakönnunarfyrirtækið Zogby. Samkvæmt henni hefur Chavez stuðning 59% íbúa í Venesúela. Stjórnarandstaðan í Venesúela hefur fylkt sér um Manuel Rosales, reynda stjórnmálamann sem nú er ríkisstjóri í olíuhéraðinu Zulia í vesturhluta landsins. Þetta er breyting frá því sem áður hefur verið þar sem stjórnarandstaðan í Venesúela hefur oftar en ekki verið margklofin. Stuðningur við Rosales er þó ekki mikill eða 24%. Verði þetta niðurstaðan í kosningunum verða það mikil vonbrigði fyrir stjórnarandstöðuna sem lagt mikið á sig í kosningabaráttunni og síst minna um lýðskrum en hjá sitjandi forseta. Rosales hefur einnig fengið drjúgan tíma í fjölmiðlum til að koma stefnumálum sínum á framfæri. Hef er fyrir því að fjölmiðlar teljist til andstæðinga Chavezar. Könnun frá því í síðasta mánuði sýndi Chavez með 48% atkvæða og Rosales með 30%. Þar var munurinn 18% og töluvert minni en nú. Könnunarfyrirtækið Zogby spáði rétt fyrir um úrslit kosninganna í Mexíkó þar sem Felipe Calderon, frambjóðandi íhaldsmanna, vann nauman sigur. Hann tekur við embætti í desember. Þátttakendur í könnuninni í Venesúela voru spurðir hvort þeir væru sáttir við ummæli Chavezar forseta á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna þar sem hann sagði George Bush, Bandaríkjaforseta, vera djöfulinn. 36% íbúa í Venesúela voru stoltir af forseta sínum við það tækifæri, 23% skömmuðust sín, 15% létu ummælin sig litlu varð.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Innlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Innlent Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Erlent Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Sjá meira