Árangur af hernámi Íraks innan seilingar 24. október 2006 20:00 Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak. Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld segjast fullviss um að árangur af hernámi Íraks sé innan seilingar og að Írakar muni sjálfir geta séð um að halda uppi lögum og reglu í landinu innan nokkurra mánaða. Stór hluti bandarískra kjósenda segir að árangur í Írak ráði mestu um hverjum þeir greiði atkvæði sitt í þingkosningunum í næsta mánuði. Eftir því sem liðið hefur á hernám Bandaríkjmanna og stuðningsmanna þeirra í Írak hefur stöðugt sigið á ógæfuhliðina. Fleiri bandarískir hermenn hafa fallið í átökum í þessum mánuði en í nokkrum öðrum til þessa og ekkert lát er á mannfalli saklausra borgara. Látið hefur verið að því liggja að stjórnvöld í Washington sé að missa móðinn enda mælist hernámið afar illa fyrir bandarískum almenningi, svo ekki sé minnst á írösku þjóðina. Á fréttamannafundi í Bagdad í dag fullyrtu aftur á móti fulltrúar Bandaríkjastjórnar að þótt ástandið í Írak væri slæmt væri árangur innan seilingar. Zalmay Khalilzad, sendiherra Bandaríkjanna í Írak, sagði skilaboð sín skýr. Hann sagði árangur mögulegan í Írak þrátt fyrir erfið úrlausnarefni sem væru framundan. Hann sagði hægt að ná árangri og það með raunhæfum tímamörkum. George Casey hershöfðingi telur að á næstu 12-18 mánuðum verði Írakar í stakk búnir til að sjá sjálfir um að halda uppi lögum og reglu. Enn væru þó ýmis ljón í veginum, til dæmis einkaherir trúarhópa og útsendarar al-Kaída í landinu en einnig slæmir nágrannar. Casey minntist einnig á utan að komandi þætti - og ríki, þ.e. Íran og Sýrland. Þessi tvö ríki héldu áfram að tefja fyrir með því að styðja ýmsa öfgahópa og hryðjuverkasamtök sem störfuðu í Írak. Mat þeirra félaga á stöðunni kann að litast meira af pólitísku andrúmslofti í Bandaríkjunum en af raunverulegu ástandi í Írak. Þingkosningar eru á næsta leiti og allt stefnir í að demókratar fái meirihluta í báðum deildunum. Ný skoðanakönnun ABC-sjónvarpsstöðvarinnar bendir til að óákveðnir kjósendur ætli að fylkja sér á bak við Demókrataflokkinn og að Íraksstríðið sé sá þáttur sem skiptir stóran hluta þeirra mestu máli. Það ríður því á fyrir núverandi valdhafa að láta að minnsta kosti líta út fyrir að bjartara sé framundan í Írak.
Erlent Fréttir Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Innlent Fleiri fréttir Í Gasa-stefnu Trumps felist þvingaðir fólksflutningar eða etnísk hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Sjá meira