Sverrir Haukur Gunnlaugsson sendiherra Íslands í London gengur í dag á fund Ben Bradshaw, ráðherra sjávarútvegsmála í Bretlandi, og gerir grein fyrir forsendum íslendinga fyrir hvalveiðum í atvinnuskyni.
Bradshaw gerði boð fyrir Sverri sama dag og veiðarnar hófust og var fundartíminn ákveðinn í dag. Hvalur- níu skaut þriðju langreyðina í gær og kemur með hana í Hvalstöðina fyrir hádegi. Þegar veiðar og vinnsal voru í fullum gangi á árum hvalveiðanna, var algengt að hvalbátarnir kæmu að landi með tvo til þrjá hvali í einu.