Saklaust fólk drepið 26. október 2006 18:45 Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós. Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Talið er að tugir óbreyttra borgara hafi fallið í árásum Atlantshafsbandalagsins á bækistöðvar talibana í Suður-Afganistan í vikunni. Talsmenn NATO saka talibana um skýla sér bak við saklaust fólk í bardögum en heimamenn segja þá á bak og burt. Kandahar-hérað í Suður-Afganistan er eitt af höfuðvígum talibana og því hafa ákafir bardagar geisað þar undanfarnar daga. Í fyrrinótt, á lokadegi föstumánaðarins Ramadan sem er helgur dagur í íslam, vörpuðu herþotur Atlantshafbandalagsins sprengjum á hús á svæðinu en allt bendir að þar hafi einungis hafst við óbreyttir borgarar, konur og börn í meirihluta. Afganska innanríkisráðuneytið segir að í það minnsta fjörtíu hafi látið lífið en öldungar í héraðinu staðhæfa að tvöfalt fleiri hafi látist. Talsmaður alþjóðlega friðargæsluliðsins segir að málið sé í rannsókn og ásakanirnar séu teknar alvarlega. Breska ríkissútvarpið hefur eftir einum af talsmönnum NATO að talibanar beri sjálfir ábyrgð á mannfallinu þar sem þeir skýli sér í bardögum á bak við saklaust fólk. Það kemur hins vegar ekki heim og saman við framburð heimamanna sem segja talibana á bak og burt úr héraðinu. Harmleikurinn í vikunni sýnir hversu slæmt ástandið í Afganistan er orðið. 3.000 manns hafa látist í átökum í landinu þessa fyrstu tíu mánuði ársins, fleiri en á nokkru öðru ári frá því að ráðist var inn í landið haustið 2001. Til að bæta gráu ofan á svart ríkir mikil reiði á meðal Afgana eftir að þýska blaðið Bild birti í gær myndir af þýskum friðargæsluliðum að leika sér með hauskúpu. Franz Josef Jung, varnarmálaráðherra Þýskalands, greindi frá því í dag að búið væri að bera kennsl á mennina og þeim yrði refsað en hvort það dugar til að draga úr reiðinni á eftir að koma í ljós.
Erlent Fréttir Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira