Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, sagði í morgun að ummæli eins áhrifamesta klerks múslima varðandi konur, gætu haft veruleg áhrif á samskipti við þarlenda múslima.
Ummælin voru á þá leið að konur sem ekki notuðu slæður væru að bjóða hættunni á nauðgun heim. Klerkurinn hefur beðið konur afsökunar á ummælum sínum en hyggst ekki segja af sér. Æðsta ráð múslima í Ástralíu hefur bannað klerkinum að predika næstu þrjá mánuði. Samskipti milli múslima og annarra Ástrala hafa verið stirð allt síðan í desember á síðasta ári eftir ítrekuð slagsmál milli hópa innfæddra unglinga annars vegar, og araba hins vegar.