Um 300 tonn af olíu í sjóinn 13. janúar 2007 18:45 Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp. Erlent Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Talið er að um 300 tonn af olíu hafi lekið í sjóinn undan vesturströnd Noregs eftir að kýpverska flutningaskipið Server strandaði þar síðdegis í gær. Skipið brotnaði í tvennt og afturhluti þess sökk en framhlutinn var dreginn að landi. 25 menn voru í áhöfn skipsins og var öllum bjargað. Umhverfisverndarsinnar segja þetta stórslys. Skipið er skráð á Kýpur en í eigu grískrar útgerðar. Enginn farmur var um borð og skipið á leið til Múrmansk í norð-vestur Rússlandi. Vont mun hafa verið í sjóinn þegar skipið sigldi nærri Noregi en ekki þó óveður. Skipið strandaði á skerjum undan eyjunni Fedja í Hörðalandi. 25 menn voru um borð og tókst að bjarga öllum með aðstoð þyrlu. Þegar leið á kvöldið og nóttina brotnaði skipið, sem var 180 metrar að lengd, í tvennt og sökk aftari hluti þess. Framhlutinn var síðan dreginn á land. Talið er að á bilinu 250 til 300 tonn af olíu hafi farið í sjóinn en í skipinu voru á bilinu 600 til 700 tonn. Ekki er talið að olía hafi sokkið með aftari helmingi skipsins. Síðan í nótt hefur olían borist með ströndinni. Tor Christian Sletner, yfirmaður norsku strandgæslunnar, segir erfitt að segja til um nákvæmlega hve mikil olía hafi farið í sjóinn. Hann segir veður á strandstað torvelda hreinsun. Ekki sé um að kenna slökum búnaði heldur ölduhæð og sjógangi. Í þannig veðri sé erfitt að nota búnaðinn svo vel sé. Umhverfisverndarsinnar í Noregi segja að líkast til kosti það tugi milljarða norskra króna að hreinsa upp olíuna sem hafi töluverð áhrif á dýralíf á svæðinu. Mikil umferð skipa sé um svæðið þar sem skipið strandaði og telja þeir norska stjórnmálamenn hafa sofið á verðinum. Kurt Oddekalv, formaður Náttúruverndarsamtaka Noregs, segir stjórnmálamenn í Ósló hafa haldið því fram að ekki þurfi olíustöð þar sem næst stærsta olíuhöfn Evrópu sé að finna. Skip sem geti flutt hundrað þúsund tonn hafi farið framhjá landinu á síðasta sólahring og meðalbátur geti flutt 150 þúsund tonn. Dag Terje Andersen, starfandi sjávarútvegsráðherra Noregs, segir viðbragðáætlanir hafa verið til fyrir þetta svæði og önnur í Noregi og því hafi verið fyllilega ljóst hvað gera skyldi. Verndarsvæði fugla norðvestur af Björgvin er talið í mikilli hættu vegna olíulekans. Segja sérfræðingar hjá norsku mengunarvörnunum að það geti tekið allt að hálft ár að hreinsa olíuna upp.
Erlent Fréttir Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira