Við hjálpum með Írak ef þið gefið okkur Palestínu 14. janúar 2007 21:30 Concoleezza Rice kom til Miðausturlanda um helgina. MYND/AP Hófsöm Arabaríki segjast munu hjálpa Bandaríkjamönnum að koma á friði í Írak, ef þeir taki virkari þátt í því að endurvekja friðarferlið milli Ísraela og Palestínumanna. Þeir kalla það "Írak fyrir land," og eiga þar við sjálfstætt ríki fyrir Palestínumenn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Miðausturlanda í dag og á þriðjudag mun hún eiga fund með starfsbræðrum sínum frá átta arabaríkjum, í Kúveit. Þeir segjast munu tala einni röddu um nauðsyn þess að leiða deilu Ísraela og Palestínumanna til lykta, og þeir kunna að vera harðorðir. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði að það væri löngu tímabært að ýta við friðarferlinu, það muni af sjálfu sér opna fleiri leiðir til friðar og sátta. Þessi afstaða hefur líklega komið Bandaríkjamönnum á óvart. Þegar Rice hitti Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í gær ræddi hún um þann möguleika sem Ísraelar hafa viðrað að Palestínumenn stofnuðu bráðabirgðaríki innan þeirra landamæra sem þeir nú ráða yfir. Það er óneitanlega frekar ódýr lausn, enda tók Abbas því fálega. Við það og við að heyra um afstöðu annarra arabaríkja virðist Rice hafa snúið við blaðinu og ítrekaði stuðning Bandaríkjamanna við friðarferlið, sem nýtur jú alþjóðlegs stuðnings. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr fundi hennar í Kúveit á þriðjudag. Erlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Hófsöm Arabaríki segjast munu hjálpa Bandaríkjamönnum að koma á friði í Írak, ef þeir taki virkari þátt í því að endurvekja friðarferlið milli Ísraela og Palestínumanna. Þeir kalla það "Írak fyrir land," og eiga þar við sjálfstætt ríki fyrir Palestínumenn. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna kom til Miðausturlanda í dag og á þriðjudag mun hún eiga fund með starfsbræðrum sínum frá átta arabaríkjum, í Kúveit. Þeir segjast munu tala einni röddu um nauðsyn þess að leiða deilu Ísraela og Palestínumanna til lykta, og þeir kunna að vera harðorðir. Hosni Mubarak, forseti Egyptalands, sagði að það væri löngu tímabært að ýta við friðarferlinu, það muni af sjálfu sér opna fleiri leiðir til friðar og sátta. Þessi afstaða hefur líklega komið Bandaríkjamönnum á óvart. Þegar Rice hitti Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í gær ræddi hún um þann möguleika sem Ísraelar hafa viðrað að Palestínumenn stofnuðu bráðabirgðaríki innan þeirra landamæra sem þeir nú ráða yfir. Það er óneitanlega frekar ódýr lausn, enda tók Abbas því fálega. Við það og við að heyra um afstöðu annarra arabaríkja virðist Rice hafa snúið við blaðinu og ítrekaði stuðning Bandaríkjamanna við friðarferlið, sem nýtur jú alþjóðlegs stuðnings. Fróðlegt verður að sjá hvað kemur út úr fundi hennar í Kúveit á þriðjudag.
Erlent Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira