Slær út í fyrir Jacques Chirac 1. febrúar 2007 13:30 Jacques Chirac, forseti Frakklands. MYND/AP Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari. Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira
Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari.
Erlent Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Sjá meira