Slær út í fyrir Jacques Chirac 1. febrúar 2007 13:30 Jacques Chirac, forseti Frakklands. MYND/AP Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari. Erlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Samskipti Jacques Chiracs, forseta Frakklands, við þrjá alþjóðlega fjölmiðla hafa vakið spurningar um hvort farið sé að slá út í fyrir forsetanum. Síðastliðinn mánudag veitti hann viðtal blaðamönnum frá New York Times, International Herald Tribune og Le Nouvel Observateur. Daginn eftir kvaddi hann þessa sömu blaðamenn á sinn fund og dró til baka flest það sem hann sagði. Í mánudagsviðtalinu sagði forsetinn meðal annars að það væri ekki svo hættulegt að Íran ætti eina eða tvær litlar kjarnorkusprengjur. Ef þeim yrði skotið, til dæmis á Ísrael, yrði Teheran samstundis þurrkuð út af landakortinu. Hann sagði einnig að mesta hættan við írönsk kjarnorkuvopn væri sú að þá myndu önnur lönd fylgja í kjölfarið, eins og Sádi-Arabía og Egyptaland. Allir blaðamennirnir tóku viðtalið upp á segulband. Á þriðjudagsfundinum sagði Chirac að hann hefði haldið að þeir væru að tala óformlega um ýmsa þætti og dró til baka flest af því sem hann hafði sagt. Um það að Ísraelar yrðu fyrir árás og myndu þurrka út Teheran sagði forsetinn: „Ég held ekki að ég hafi talað um Ísrael í gær. Kannski gerði ég það en ég held ekki. Ég man ekkert eftir því.“ Jacques Chirac er 74 ára gamall og árið 2005 var hann lagður inn á sjúkrahús vegna truflunar í taugakerfi sem ekki var frekar útskýrð. Embættismenn segja að síðan hafi hann ekki verið eins ákveðinn eða nákvæmur í tjáningu. Blaðamennirnir sem ræddu við hann segja að mikill munur hafi verið á framkomu hans á fundunum tveimur. Á mánudeginum hafi hann virst annars hugar og ekki munað nöfn eða dagsetningar. Hann hafi verið skjálfhentur og stundum hafi aðstoðarmenn stungið að honum minnisblöðum sem á var skrifað stóru letri. Á fundinum á þriðjudag hafi hann verið sýnu hressari.
Erlent Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira