Illdeila mafíufjölskyldna teygir sig til Þýskalands Guðjón Helgason skrifar 15. ágúst 2007 19:06 Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið þar sem þeir sátu í tveimur bílum fyrir utan ítalskan veitingastað nærri lestarstöðinni í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í nótt. Mennirnir tengjast allir veitingastaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var einn þeirra með lífsmarki en hann lést á leið á sjúkrahús. Heinz Sprenger, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Duisburg segir vitað að þrír úr hópnum hafi búið í Duisburg, einn í Muelheim en tveir komið nýlega frá Ítalíu til Þýskalands í heimsókn. Vitni sá tvo menn hlaupa frá morðstaðnum og þeirra er nú leitað. Fréttir frá Ítalíu herma að mennirnir tengist ´Ndrangheta glæpasamtökunum í Kalabríu á Suður-Ítalíu. Tvær fjölskyldur innan samtakanna hafa barist í sextán ár. Fimmtán morð hafa nú verið framin vegna illdeilunnar sem kennd er við þorpið San Luca þar sem upphaf hennar er að rekja. Friðsamlegt hafði verið milli fjölskyldnanna frá árinu 2000 og þar til á jóladag í fyrra. Þá var Maria Strangio, eiginkona eins höfuðpaursins, myrt. Þá sauð upp úr á ný og annað morð framið í vor. Óttast ítalska lögreglan mafíustríð og hefur alþjóðalögreglan Interpol sent sérfræðinga í mafíunni til Þýskalands til að rannsaka morðin. Erlent Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira
Svo virðist sem áratugagömul illdeila tveggja ítalskra mafíufjölskyldna hafi teygt sig til Þýskalands. Sex karlmenn tengdir annarri fjölskyldunni voru allir myrtir í Duisburg í nótt. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið þar sem þeir sátu í tveimur bílum fyrir utan ítalskan veitingastað nærri lestarstöðinni í Duisburg í vesturhluta Þýskalands í nótt. Mennirnir tengjast allir veitingastaðnum. Þegar lögregla kom á vettvang var einn þeirra með lífsmarki en hann lést á leið á sjúkrahús. Heinz Sprenger, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni í Duisburg segir vitað að þrír úr hópnum hafi búið í Duisburg, einn í Muelheim en tveir komið nýlega frá Ítalíu til Þýskalands í heimsókn. Vitni sá tvo menn hlaupa frá morðstaðnum og þeirra er nú leitað. Fréttir frá Ítalíu herma að mennirnir tengist ´Ndrangheta glæpasamtökunum í Kalabríu á Suður-Ítalíu. Tvær fjölskyldur innan samtakanna hafa barist í sextán ár. Fimmtán morð hafa nú verið framin vegna illdeilunnar sem kennd er við þorpið San Luca þar sem upphaf hennar er að rekja. Friðsamlegt hafði verið milli fjölskyldnanna frá árinu 2000 og þar til á jóladag í fyrra. Þá var Maria Strangio, eiginkona eins höfuðpaursins, myrt. Þá sauð upp úr á ný og annað morð framið í vor. Óttast ítalska lögreglan mafíustríð og hefur alþjóðalögreglan Interpol sent sérfræðinga í mafíunni til Þýskalands til að rannsaka morðin.
Erlent Fréttir Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Sjá meira