Æfingunni er stjórnað frá höfuðstöðvum flugdeilda NATO í Ramstein í Þýskalandi. Einn liður í henni er flug á mannlausum njósnavélum, sem Norðmönnum finnst mikið spennandi. Auk hreinna flugæfinga verður lögð áhersla á fjarskipti og önnur öryggismál.
Talsmaður norska flughersins segir að þetta sé mjög nútímaleg æfing þar sem tekist verði á við hverskonar vandamál sem upp kunni að koma í alþjóðlegum aðgerðum.