Enestam benti einnig á Kalmarsambandið frá árunum 1307-1521, sem var samstarf milli Svíþjóðar, Noregs og Danmerkur, og fólst í því að löndin skyldu koma fram sem eitt ríki í samskiptum við önnur ríki og aðstoða hvert annað á stríðstímum.
"En samstarfið var byggt á efnahagslegum ávinningi, við erum sterkari ef við vinnum saman", sagði Enestam.
Hann ræddi um hnattvæðingarferlið sem Norðurlandaráð hrinti af stað og norrænu forsætisráðherrarnir hafa ákveðið að styðja. Enestam lagði áherslu á að ekki væri lengur nægilegt fyrir einstök ríki að setja sér stefnu, það yrði að marka heildarstefnu fyrir öll norrænu ríkin.
"Rökin eru enn þau sömu og þau voru í vinsælum barnaþáttum á áttunda áratug síðustu aldar "Fimm maurar eru fleiri en þrír fílar"," sagði Enestam að lokum.