Tammy Jean Warner var ákærð fyrir manndráp af gáleysi eftir að hún hellti úr tveim stórum Sherry flöskum upp í endaþarm eiginmanns síns. Hann lést úr áfengiseitrun. Fallið hefur verið frá ákærunni vegna skorts á sönnunargögnum.
Michael Warner var langt leiddur alkahólisti. Þau Tammy Jean bjuggu í Texas. Þegar hann átti í erfiðleikum með að kyngja vegna mikillar hálsbólgu datt Michael í hug að meðtaka áfengið hina leiðina. Frá þessu er sagt í Houston Cronicle, sem er tíunda stærsta dagblað Bandaríkjanna.
Michael átti einnig í erfiðleikum með að innbyrða Sherryið hina leiðina og fékk því Tammy Jean til þess að hjálpa sér. Með fyrrgreindum afleiðingum.